Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa 13. maí 2014 10:55 Ég er steingeit og elska fjallgöngur. Baulan er í miklu uppáhaldi og Skessuhornið líka. Hér er ég á Hafnarfjalli þar sem útsýni er gott yfir víðerni Borgarbyggðar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Geirlaug Jóhannsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Geirlaug er 38 ára Borgnesingur. Hún er gift Stefáni Sveinbjörnssyni og saman eiga þau 3 börn: Írisi Líf 13 ára, Axel 10 ára og Sveinbjörn Andra 7ja ára. Geirlaug lauk MBA námi með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2006) og er rekstrarfræðingur (BS) frá Háskólanum á Bifröst (1999). Hún starfar við Háskólann á Bifröst sem verkefnastjóri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi ásamt því að vera sveitarstjórnarfulltrúi. „Ég býð mig fram til að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð næstu 4 árin. Ég hef búið í Borgarnesi síðastliðin 10 ár ásamt fjölskyldu minni og við viljum hvergi annars staðar ala upp börnin okkar. Það sem knýr mig áfram er fyrst og fremst löngun til að búa í samfélagi þar sem forgangsraðað er í þágu barna og þeirra sem mest eru þurfandi. Þátttaka í sveitarstjórnarstörfum er ein leið til að hafa áhrif á samfélagið sem við búum í. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að kappkosta að byggja upp fjölskylduvænt samfélag með framsæknum skólum, öflugu félags- og tómstundastarfi og metnaðarfullri velferðarþjónustu. Rekstur sveitarfélagsins þarf að vera agaður og nauðsynlegt er að áætlanagerð sé vönduð og stofnanir séu reknar innan fjárheimilda. Borgarbyggð býr yfir ómetanlegum gæðum frá náttúrunnar hendi en okkar víðfeðma sveitarfélag nær frá Haffjarðará í vestri, að Holtavörðu- og Arnarvatnsheiði í norðri og Skarðsheiði í suðri. Mikið afl og sköpunarkraftur býr í íbúunum sem hafa hreiðrað um sig í dreifbýli og þéttbýli. Mikilvægt er að virkja mannauðinn og tefla fram á öllum vígstöðvum hinum fjölmörgu styrkleikum sveitarfélagsins í því skyni að laða að ferðamenn, íbúa og atvinnutækifæri. Tækifærin felast m.a. í náttúruperlunum, Íslendingasagnaslóðum, fjölbreyttu námsframboði á öllum skólastigum, frístundabyggðinni, lax- og silungaveiðinni ásamt legu sveitarfélagsins í alfaraleið nærri höfuðborgarsvæðinu. Borgarbyggð hefur alla burði til að verða fjölskylduvænn búsetukostur fyrir fólk sem vill búa úti á landi og vera í næsta nágrenni við höfuðborgina. Samfylkingin í Borgarbyggð hvetur til aukinnar íbúaþátttöku og lýðræðislegra umræðna um málefni sem varða allt samfélagið okkar. Við hvetjum fólk til að slást í hópinn með okkur.“ YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Paradísarlaut er einstakur staður en Þórsmörk er líka í miklu uppáhaldi.Hundar eða kettir? Á mínu heimili er pláss fyrir bæði, tveir kettir og yndislegur cavalier hundurHver er stærsta stundin í lífinu? Að fá börnin mín í fangið í fyrsta sinn, það jafnast ekkert á við það.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hreindýrasteik elduð af eiginmanninum, hann er frábær kokkur.Hvernig bíl ekur þú? Hyundai trajet, árgerð 2006, rúmgóður fjölskyldubíll.Besta minningin? Samverustundir í sumarbústaðnum með stórfjölskyldunni.Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Löggan í Borgarnesi stendur sig vel.Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki ferðast meira um heiminn áður en ég stofnaði fjölskyldu.Draumaferðalagið? Hornstrandir, ætla að láta þann draum rætast í sumar.Hefur þú migið í saltan sjó? Já, það hefur komið fyrir.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að koma heim í brúðarkjól daginn eftir brúðkaupið okkar því það gleymdist að hugsa fyrir fötum til skiptanna þrátt fyrir ofurskipulagningu.Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum. Við gerum öll mistök. Mistök eru til að læra af þeim.Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum þremur sem eru öll svo dugleg, hvert á sinn hátt.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Menningin blómstrar í Borgarbyggð Björn Bjarki Þorsteinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. 19. maí 2014 09:48 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Geirlaug Jóhannsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Geirlaug er 38 ára Borgnesingur. Hún er gift Stefáni Sveinbjörnssyni og saman eiga þau 3 börn: Írisi Líf 13 ára, Axel 10 ára og Sveinbjörn Andra 7ja ára. Geirlaug lauk MBA námi með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2006) og er rekstrarfræðingur (BS) frá Háskólanum á Bifröst (1999). Hún starfar við Háskólann á Bifröst sem verkefnastjóri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi ásamt því að vera sveitarstjórnarfulltrúi. „Ég býð mig fram til að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð næstu 4 árin. Ég hef búið í Borgarnesi síðastliðin 10 ár ásamt fjölskyldu minni og við viljum hvergi annars staðar ala upp börnin okkar. Það sem knýr mig áfram er fyrst og fremst löngun til að búa í samfélagi þar sem forgangsraðað er í þágu barna og þeirra sem mest eru þurfandi. Þátttaka í sveitarstjórnarstörfum er ein leið til að hafa áhrif á samfélagið sem við búum í. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að kappkosta að byggja upp fjölskylduvænt samfélag með framsæknum skólum, öflugu félags- og tómstundastarfi og metnaðarfullri velferðarþjónustu. Rekstur sveitarfélagsins þarf að vera agaður og nauðsynlegt er að áætlanagerð sé vönduð og stofnanir séu reknar innan fjárheimilda. Borgarbyggð býr yfir ómetanlegum gæðum frá náttúrunnar hendi en okkar víðfeðma sveitarfélag nær frá Haffjarðará í vestri, að Holtavörðu- og Arnarvatnsheiði í norðri og Skarðsheiði í suðri. Mikið afl og sköpunarkraftur býr í íbúunum sem hafa hreiðrað um sig í dreifbýli og þéttbýli. Mikilvægt er að virkja mannauðinn og tefla fram á öllum vígstöðvum hinum fjölmörgu styrkleikum sveitarfélagsins í því skyni að laða að ferðamenn, íbúa og atvinnutækifæri. Tækifærin felast m.a. í náttúruperlunum, Íslendingasagnaslóðum, fjölbreyttu námsframboði á öllum skólastigum, frístundabyggðinni, lax- og silungaveiðinni ásamt legu sveitarfélagsins í alfaraleið nærri höfuðborgarsvæðinu. Borgarbyggð hefur alla burði til að verða fjölskylduvænn búsetukostur fyrir fólk sem vill búa úti á landi og vera í næsta nágrenni við höfuðborgina. Samfylkingin í Borgarbyggð hvetur til aukinnar íbúaþátttöku og lýðræðislegra umræðna um málefni sem varða allt samfélagið okkar. Við hvetjum fólk til að slást í hópinn með okkur.“ YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Paradísarlaut er einstakur staður en Þórsmörk er líka í miklu uppáhaldi.Hundar eða kettir? Á mínu heimili er pláss fyrir bæði, tveir kettir og yndislegur cavalier hundurHver er stærsta stundin í lífinu? Að fá börnin mín í fangið í fyrsta sinn, það jafnast ekkert á við það.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hreindýrasteik elduð af eiginmanninum, hann er frábær kokkur.Hvernig bíl ekur þú? Hyundai trajet, árgerð 2006, rúmgóður fjölskyldubíll.Besta minningin? Samverustundir í sumarbústaðnum með stórfjölskyldunni.Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Löggan í Borgarnesi stendur sig vel.Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki ferðast meira um heiminn áður en ég stofnaði fjölskyldu.Draumaferðalagið? Hornstrandir, ætla að láta þann draum rætast í sumar.Hefur þú migið í saltan sjó? Já, það hefur komið fyrir.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að koma heim í brúðarkjól daginn eftir brúðkaupið okkar því það gleymdist að hugsa fyrir fötum til skiptanna þrátt fyrir ofurskipulagningu.Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum. Við gerum öll mistök. Mistök eru til að læra af þeim.Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum þremur sem eru öll svo dugleg, hvert á sinn hátt.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Menningin blómstrar í Borgarbyggð Björn Bjarki Þorsteinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. 19. maí 2014 09:48 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Menningin blómstrar í Borgarbyggð Björn Bjarki Þorsteinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. 19. maí 2014 09:48