Í meðfylgjandi myndbandi má sjá tónlistarmanninn ræða um þjóðhátíð en í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu sagði hann að lagið gengi undir vinnuheitinu Ljúft að vera til.
Í myndbandinu stríðir hann þjóðhátíðargestum aðeins með því að taka lagið en í þann mund sem tónarnir eru að fara að heyrast er hljóðið tekið af því lagið má ekki heyrast fyrr en það verður frumflutt í byrjun júní.