Vigdísi sagt að þegja á þingi og hún kölluð „leiðinda friðarspillir“ Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2014 08:00 „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira