Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt.
Gunnar Einnarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæí sveitarstjórnarkosningunum í haust.
Gunnar er með doktorspróf í stjórnun Menntastofnana frá Reading University. Hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar síðastliðin 9 ár, þar áður forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs bæjarins í 10 ár. Fyrrverandi atvinnumaður í handknattleik og þjálfaði meistaraflokk Stjörnunnar í 10 ár. Stundakennari í meistaranámi í Opinberri Stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Giftur Sigríði Dísu Gunnarsdóttur náms- og starfsráðgjafa og lögfræðinema og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn.
Áherslur Gunnars eru aðallega að skapa góð uppvaxtarskilyrði barna og ungmenna t.d. í íþrótta- og tómstundastarfi og skólamálum. Jafnframt traust og ábyrg fjármálastjórn.
YFIRHEYRSLAN
Hver er fallegasti staður á Íslandi?
Þingvellir.
Hundar eða kettir?
Ég átti hund sem dó og ég sakna hans rosalega.
Hver er stærsta stundin í lífinu?
Þegar börn og barnabörn fæðast.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Það sem við hjónin eldum saman.
Hvernig bíl ekur þú?
Land Cruiser, 8 ára gamall.
Besta minningin?
Þegar ég varð ástfanginn.
Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?
Já fyrir of hraðan akstur.
Hverju sérðu mest eftir?
Að hafa lagt einstakling í einelti þegar ég var unglingur.
Draumaferðalagið?
Ferð til Napa.
Hefur þú migið í saltan sjó?
Já.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?
Farið á dáleiðslunámskeið.

Hefur þú viðurkennt mistök?
Já oft.
Hverju ertu stoltastur af?
Fjölskyldunni.
Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.