Stórstjarna í UFC æfir með Gunnari fyrir bardagann í Dublin Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2014 17:00 Conor McGregor er einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag. Vísir/Getty Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30
Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45
Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15
Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00