Nánir bræður berjast um Reykjanesbæ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 15:40 Gunnar og Teitur eru báðir í ellefta sæti. „Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
„Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira