Ísland í dag: „Við gerum allt til að hjálpa henni“ 16. maí 2014 13:34 Þegar Hermann Helenuson skráði sig til leiks í Ísland got Talent á síðasta ári var ástæðan ekki sú að hann vildi slá í gegn og öðlast frægð. Hans æðsta ósk var að sigra og fá milljónirnar tíu til að geta hjálpað Karen stóru systur sinni sem greindist fyrir fjórum árum með alvarlega hryggskekkju. Í fyrstu var reynt að laga skekkjuna með því að láta Karen, sem er sextán ára, ganga í spelku í rúmt ár en hún er þriðji Íslendingurinn sem lýkur svo erfiðri spelkumeðferð. Þegar meðferðinni lauk kom í ljós að skekkjan hafði aukist úr 41 gráðu í 52 og verkir orðnir daglegt brauð. Stúlkan ótrúlega dreymir um að fara í aðgerð til að laga skekkjuna. „Ég vona að verkirnir minnki. Það er aðalatriðið,“ segir Karen. Fjölskyldan hefur þó ekki fundið lækni á Íslandi sem treystir sér til að gera aðgerðina. Þá var bara eitt í stöðunni - að fara til útlanda í aðgerð sem kostar 7 milljónir. Þau leituðu til sjúkratrygginga en fengu því miður neitun. „Það kom kona til mín á kassa í Bónus um daginn, ég er vinna þar. Hún sagði mér að systir sín væri með eins skekkju og ég. Systir hennar er í dag að nálgast fertugt og gengur með göngugrind því hún fékk ekki að fara í þessa aðgerð,“ segir Karen. Systkini Karenar þau Hermann og Lovísa berjast með – þrátt fyrir ungan aldur - vinna þau hörðum höndum við að sýna töfrabrögð víða um land. Og systkinin hafa nú skipulagt styrktarsýningu í Salnum í Kópavogi sem verður nú í kvöld klukkan hálf átta. „Við gerum allt til að hjálpa henni,“ segir Hermann. Nánari upplýsingar um sýninguna í kvöld og söfnunina má finna á Fésbókarsíðu Hermanns.Nánar verður fjallað um sögu Karenar og spjallað við systkini hennar í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.55, strax að loknum kvöldfréttum. Ísland Got Talent Ísland í dag Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Þegar Hermann Helenuson skráði sig til leiks í Ísland got Talent á síðasta ári var ástæðan ekki sú að hann vildi slá í gegn og öðlast frægð. Hans æðsta ósk var að sigra og fá milljónirnar tíu til að geta hjálpað Karen stóru systur sinni sem greindist fyrir fjórum árum með alvarlega hryggskekkju. Í fyrstu var reynt að laga skekkjuna með því að láta Karen, sem er sextán ára, ganga í spelku í rúmt ár en hún er þriðji Íslendingurinn sem lýkur svo erfiðri spelkumeðferð. Þegar meðferðinni lauk kom í ljós að skekkjan hafði aukist úr 41 gráðu í 52 og verkir orðnir daglegt brauð. Stúlkan ótrúlega dreymir um að fara í aðgerð til að laga skekkjuna. „Ég vona að verkirnir minnki. Það er aðalatriðið,“ segir Karen. Fjölskyldan hefur þó ekki fundið lækni á Íslandi sem treystir sér til að gera aðgerðina. Þá var bara eitt í stöðunni - að fara til útlanda í aðgerð sem kostar 7 milljónir. Þau leituðu til sjúkratrygginga en fengu því miður neitun. „Það kom kona til mín á kassa í Bónus um daginn, ég er vinna þar. Hún sagði mér að systir sín væri með eins skekkju og ég. Systir hennar er í dag að nálgast fertugt og gengur með göngugrind því hún fékk ekki að fara í þessa aðgerð,“ segir Karen. Systkini Karenar þau Hermann og Lovísa berjast með – þrátt fyrir ungan aldur - vinna þau hörðum höndum við að sýna töfrabrögð víða um land. Og systkinin hafa nú skipulagt styrktarsýningu í Salnum í Kópavogi sem verður nú í kvöld klukkan hálf átta. „Við gerum allt til að hjálpa henni,“ segir Hermann. Nánari upplýsingar um sýninguna í kvöld og söfnunina má finna á Fésbókarsíðu Hermanns.Nánar verður fjallað um sögu Karenar og spjallað við systkini hennar í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.55, strax að loknum kvöldfréttum.
Ísland Got Talent Ísland í dag Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira