Hvers vegna Í-listinn? Gísli Halldór skrifar 16. maí 2014 15:48 Mörgum kom á óvart þegar fréttist að Í-listinn myndi tefla mér fram sem bæjarstjóraefni sínu. Einhverjir töldu víst að ég færi í framboð fyrir Bjarta framtíð, sumir að ég færi með Framsókn og einhverjir vonuðu að ég legði Sjálfstæðisflokknum lið með einhverjum hætti. Flestir vilja sjálfsagt vita hvers vegna þetta varð niðurstaðan. Það er meira en ár síðan ég ákvað að gefa ekki aftur kost á mér fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður hef ég gaman af þátttöku í bæjarpólitíkinni og tel mig hafa mikið til málanna að leggja í úrbótum á stjórnsýslu bæjarins. Ég hef því lengi velt því fyrir mér hvernig ég teldi mig best koma bæjarbúum að gagni. Augljós undiralda er í íslenskum stjórnmálum í dag, þeim er opna vilja augun. Gömlu flokkarnir með kreddum sínum og rykföllnu hagsmunaöflum hafa valdið kjósendum í samfélaginu miklum vonbrigðum. Vissulega eru bæjarmálaflokkar ekki jafnbundnir í þessum efnum og þingflokkarnir, en ekki frjálsir samt. Þó að samstarf í bæjarstjórn hafi um margt verið frábært á kjörtímabilinu er engu að síður uppi hávær krafa kjósenda um uppstokkun. Vissulega hefði Björt framtíð verið mögulegur farvegur, en ég hef enn ekki áttað mig nógu vel á því hvaða flokkur það verður til að setja nafn mitt við hann. Eftir að stillt var upp á Í-lista, Lista íbúanna, kom hinsvegar í ljós að Í-listinn er sannarlega orðinn þverpólitískt afl, óháð stjórnmálaflokkum. Í-listinn er því að mínu mati skýrt svar við óskum kjósenda um breytingar frá flokksræði gömlu flokkanna. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með margvíslegan bakrunn víðsvegar úr samfélaginu. Prýðilegur kokteill af íbúum Ísafjarðarbæjar. Þetta er ekkert verra eða betra fólk en finna má á öðrum listum eða á götum bæjarins. Þetta er fólk sem vill gera vel fyrir bæinn sinn. Þetta er hópur sem ekki hefur stefnu landsfundar á bak við sig. Í-listinn mun sækja sína stefnu til íbúanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Gísli Halldór Halldórsson Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum kom á óvart þegar fréttist að Í-listinn myndi tefla mér fram sem bæjarstjóraefni sínu. Einhverjir töldu víst að ég færi í framboð fyrir Bjarta framtíð, sumir að ég færi með Framsókn og einhverjir vonuðu að ég legði Sjálfstæðisflokknum lið með einhverjum hætti. Flestir vilja sjálfsagt vita hvers vegna þetta varð niðurstaðan. Það er meira en ár síðan ég ákvað að gefa ekki aftur kost á mér fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður hef ég gaman af þátttöku í bæjarpólitíkinni og tel mig hafa mikið til málanna að leggja í úrbótum á stjórnsýslu bæjarins. Ég hef því lengi velt því fyrir mér hvernig ég teldi mig best koma bæjarbúum að gagni. Augljós undiralda er í íslenskum stjórnmálum í dag, þeim er opna vilja augun. Gömlu flokkarnir með kreddum sínum og rykföllnu hagsmunaöflum hafa valdið kjósendum í samfélaginu miklum vonbrigðum. Vissulega eru bæjarmálaflokkar ekki jafnbundnir í þessum efnum og þingflokkarnir, en ekki frjálsir samt. Þó að samstarf í bæjarstjórn hafi um margt verið frábært á kjörtímabilinu er engu að síður uppi hávær krafa kjósenda um uppstokkun. Vissulega hefði Björt framtíð verið mögulegur farvegur, en ég hef enn ekki áttað mig nógu vel á því hvaða flokkur það verður til að setja nafn mitt við hann. Eftir að stillt var upp á Í-lista, Lista íbúanna, kom hinsvegar í ljós að Í-listinn er sannarlega orðinn þverpólitískt afl, óháð stjórnmálaflokkum. Í-listinn er því að mínu mati skýrt svar við óskum kjósenda um breytingar frá flokksræði gömlu flokkanna. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með margvíslegan bakrunn víðsvegar úr samfélaginu. Prýðilegur kokteill af íbúum Ísafjarðarbæjar. Þetta er ekkert verra eða betra fólk en finna má á öðrum listum eða á götum bæjarins. Þetta er fólk sem vill gera vel fyrir bæinn sinn. Þetta er hópur sem ekki hefur stefnu landsfundar á bak við sig. Í-listinn mun sækja sína stefnu til íbúanna.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar