Oddvitaáskorunin - Vilja samtal milli íbúa og bæjarfulltrúa Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 11:01 Hér er selfie með mér og stuðningsmönnum, sonum mínum Freyr og Hrafni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Viðar Helgason leiðir lista Bjartrar framtíðar í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrir rúmum sjö árum fórum við hjónin, þá búsett í Reykjavík, í bíltúr á Stokkseyri. Eftir ferð í sundlaugina á staðnum, þar sem okkur var boðið kaffi í heita pottinn og guðdómlega humarsúpu á Fjöruborðinu var okkur ekki til setunnar boðið. Nokkrum mánuðum síðar höfðum við fest kaup á húsi við sjóinn og hér erum við alsæl, enda Árborg frábært sveitarfélag og hér eru endalausir möguleikar. Ég er húsasmiður að mennt og var í atvinnurekstri því tengdu í mörg ár. Ég hef einnig starfað sem sjómaður, við húsamálun en síðastliðin ár hef ég starfað sem fjallaleiðsögumaður. Ég er vel giftur og á fimm börn á aldrinum 3 – 24 ára, ásamt því að eiga fjögurra ára barnabarn. Ég er svo lánsamur að fá greitt fyrir að stunda helsta áhugamál mitt, sem er fjallamennska og útivist. Frítíma mínum eyði ég með fjölskyldunni minni og gjarnan í ferðalögum innanlands, en við erum miklir náttúruunnendur. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornstrandir en þaðan er ég ættaður. Hundar eða kettir? Hundar Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna fimm og brúðkaupsdagurinn minn 5. júlí 2008. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt úr Holti í Flóa er á toppnum. Hvernig bíl ekur þú? Skoda Octavia. Besta minningin? Þær eru margar en Hornstrandarferð með pabba gamla árið 1992 er ofarlega. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já – hef dregið úr hraðanum síðan þá. Hverju sérðu mest eftir? Eftirsjá er tímasóun. Draumaferðalagið? Aftur í Hornstrandarferð með ástinni minni. Hefur þú migið í saltan sjó? Já margoft! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Setið klæðalítill fyrir á dagatali hjá Ungmennafélagi Stokkseyrar. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, geri það reglulega. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Árborg Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Viðar Helgason leiðir lista Bjartrar framtíðar í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrir rúmum sjö árum fórum við hjónin, þá búsett í Reykjavík, í bíltúr á Stokkseyri. Eftir ferð í sundlaugina á staðnum, þar sem okkur var boðið kaffi í heita pottinn og guðdómlega humarsúpu á Fjöruborðinu var okkur ekki til setunnar boðið. Nokkrum mánuðum síðar höfðum við fest kaup á húsi við sjóinn og hér erum við alsæl, enda Árborg frábært sveitarfélag og hér eru endalausir möguleikar. Ég er húsasmiður að mennt og var í atvinnurekstri því tengdu í mörg ár. Ég hef einnig starfað sem sjómaður, við húsamálun en síðastliðin ár hef ég starfað sem fjallaleiðsögumaður. Ég er vel giftur og á fimm börn á aldrinum 3 – 24 ára, ásamt því að eiga fjögurra ára barnabarn. Ég er svo lánsamur að fá greitt fyrir að stunda helsta áhugamál mitt, sem er fjallamennska og útivist. Frítíma mínum eyði ég með fjölskyldunni minni og gjarnan í ferðalögum innanlands, en við erum miklir náttúruunnendur. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornstrandir en þaðan er ég ættaður. Hundar eða kettir? Hundar Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna fimm og brúðkaupsdagurinn minn 5. júlí 2008. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt úr Holti í Flóa er á toppnum. Hvernig bíl ekur þú? Skoda Octavia. Besta minningin? Þær eru margar en Hornstrandarferð með pabba gamla árið 1992 er ofarlega. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já – hef dregið úr hraðanum síðan þá. Hverju sérðu mest eftir? Eftirsjá er tímasóun. Draumaferðalagið? Aftur í Hornstrandarferð með ástinni minni. Hefur þú migið í saltan sjó? Já margoft! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Setið klæðalítill fyrir á dagatali hjá Ungmennafélagi Stokkseyrar. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, geri það reglulega. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Árborg Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28