Enski boltinn

Mourinho: Eden Hazard fórnar sér ekki fyrir Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho reynir hér að útskýra hlutina fyrir Eden Hazard.
Jose Mourinho reynir hér að útskýra hlutina fyrir Eden Hazard. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut á einn sinn besta leikmann á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Norwich í ensku úrvalsdeildinni sem fer fram á sunnudaginn.

Eden Hazard lét það frá sér í fjölmiðlum eftir tapið í Meistaradeildinni í vikunni á móti spænska liðinu Atletico Madrid að Chelsea-liðið væri bara hannað fyrir skyndisóknafótbolta.

Mourinho var ekki alveg nógu sáttur með þau ummæli Eden Hazard og notaði tækifærið til að gagnrýna frammistöðu Hazard í leiknum á móti Atletico Madrid. Mourinho taldi að Hazard hefði átti að sinna varnarskyldunum betur þegar Atletico jafnaði metin í 1-1 skömmu fyrir hálfleik.

Juanfran lagði þá upp mark fyrir Adrian Lopez en samkvæmt Mourinho þá hefði Eden Hazard átta að hlaupa aftur til að dekka hann. Það er hægt að sjá markið hér fyrir neðan.

„Þegar Eden lætur frá sér svona ummæli þá kemur það ekki á óvart því hann er þannig leikmaður sem fórnar sér ekki fyrir liðið," sagði Jose Mourinho.

„Hann er ekki tilbúinn til að aðstoða vinstri bakvörðinn sinn fram í rauðan dauðann. Ef þið skoðið fyrsta markið hjá Atletico í leiknum þá er það morgunljóst hvar mistökin liggja og af hverju við fengum á okkur þetta mark," sagði Mourinho.

Fernando Torres kom Chelsea í 1-0 á 36. mínútu leiksins en Adrian Lopez jafnaði metin átta mínútum síðar.

Adrian Lopez jafnar fyrir Atletico Madrid.

Tengdar fréttir

Simeone þakkaði mömmum leikmanna sinna fyrir

Diego Simeone, þjálfari spænska liðsins Atlético Madrid, er búinn að gera frábæra hluti með liðið sem komst í gær í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge.

Mourinho: Ein mínúta í seinni hálfleik réð öllu

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tókst ekki að koma sínum mönnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið tapaði þá 1-3 á heimavelli á móti spænska liðinu Atlético Madrid og er úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×