Bikarmeistarar Breiðabliks vann Meistarakeppni kvenna í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í leik meistaraliða síðasta sumars á Samsung-vellinum í Garðabæ.
Breiðablik hefndi þar með fyrir 3-0 tap á móti Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins á dögunum.
Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði eina mark leiksins strax á sjöttu mínútu.
Stjörnuliðið tapaði þar með annað árið í röð í leik meistara meistaranna en Þór/KA vann þennan titil í fyrra eftir 4-1 sigur á Stjörnunni.
Þetta er í fimmta sinn sem Breiðablik vinnur Meistarakeppni KSÍ en í fyrsta sinn síðan 2006. Þetta er líka í fyrsta sinn síðan þá sem Íslandsmeistararnir vinna ekki þennan leik en Breiðablik kom einnig í leikinn fyrir átta árum sem bikarmeistaru.
Sigurvegarar í Meistarakeppni kvenna síðustu ár:
2014 Bikarmeistarar Breiðabliks
2013 Íslandsmeistarar Þór/KA
2012 Íslandsmeistarar Stjörnunnar
2011 Íslands- og bikarmeistarar Vals
2010 Íslands- og bikarmeistarar Vals
2009 Íslandsmeistarar Vals
2008 Íslandsmeistarar Vals
2007 Íslandsmeistarar Vals
2006 Bikarmeistarar Breiðabliks
2005 Íslandsmeistarar Vals
2004 Bikarmeistarar Vals
2003 Bikarsilfurlið Breiðabliks
Blikakonur náðu hefndum og unnu Meistarakeppnina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti