Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Stefán Árni Pálsson skrifar 5. maí 2014 15:43 Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmanna og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti vegna ófaglegra vinnubragða í máli hælisleitandans Tony Omos. Fram kemur í ályktuninni að Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðarmenn hennar hafi ítrekað sagt ósatt um minnisblað um hælisleitandann Tony Omos, sem lekið var til fjölmiðla. „Í minnisblaðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitandann, barnsmóður hans og aðra aðila. Tilgangurinn með minnisblaðinu, sem gert var að kröfu yfirstjórnar ráðuneytisins, var augljóslega að sverta mannorð Tonys, sem senda átti úr landi,“ segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn vilja meina að á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn hafi Hanna Birna þvertekið fyrir að minnisblaðið væri til í ráðuneytinu. „Nýjar upplýsingar í málinu sýna hins vegar að skrifstofustjóri ráðuneytisins lét útbúa minnisblaðið sem hann sendi Hönnu Birnu og aðstoðarmönnum hennar í tölvupósti. Þar að auki var minnisblaðið vistað á opnu drifi innan ráðuneytisins. Því liggur fyrir að Hanna Birna var fullkomlega meðvituð um tilvist minnisblaðsins.“ Einnig kemur fram í ályktuninni að auk þess að segja ósatt um vitneskju sína um minnisblaðið hafi Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar varpað fram þeirri hugmynd að minnisblaðið hafi komið frá pólitískum andstæðingum hennar. „Einnig hafa þau ítrekað sakað fjölmiðla um rógburð í garð ráðherrans. Í lýðræðisríki er það óboðlegt að ráðherra ráðist með þessum hætti að fjölmiðlum vegna eðlilegrar umfjöllunar um störf hans.“ Ungir jafnaðarmenn telja að Hanna Birna hafi fyrirgert trausti þjóðarinnar með því að fara viljandi með rangt mál í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis. „Hanna Birna hefur jafnframt ekki nálgast málið af æðruleysi heldur þvert á móti unnið markvisst gegn því að ráðuneyti hennar verði tekið til rannsóknar. Þá hefur hún ráðist á fjölmiðla og reynt að kæfa eðlilega lýðræðislega umræðu um málið. Öllum má vera það ljóst að slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi fyrir ráðherra, þess þá heldur ráðherra dómsmála. Ungir jafnaðarmenn krefjast því þess að Hanna Birna segi af sér án tafar.“ Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti vegna ófaglegra vinnubragða í máli hælisleitandans Tony Omos. Fram kemur í ályktuninni að Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðarmenn hennar hafi ítrekað sagt ósatt um minnisblað um hælisleitandann Tony Omos, sem lekið var til fjölmiðla. „Í minnisblaðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitandann, barnsmóður hans og aðra aðila. Tilgangurinn með minnisblaðinu, sem gert var að kröfu yfirstjórnar ráðuneytisins, var augljóslega að sverta mannorð Tonys, sem senda átti úr landi,“ segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn vilja meina að á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn hafi Hanna Birna þvertekið fyrir að minnisblaðið væri til í ráðuneytinu. „Nýjar upplýsingar í málinu sýna hins vegar að skrifstofustjóri ráðuneytisins lét útbúa minnisblaðið sem hann sendi Hönnu Birnu og aðstoðarmönnum hennar í tölvupósti. Þar að auki var minnisblaðið vistað á opnu drifi innan ráðuneytisins. Því liggur fyrir að Hanna Birna var fullkomlega meðvituð um tilvist minnisblaðsins.“ Einnig kemur fram í ályktuninni að auk þess að segja ósatt um vitneskju sína um minnisblaðið hafi Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar varpað fram þeirri hugmynd að minnisblaðið hafi komið frá pólitískum andstæðingum hennar. „Einnig hafa þau ítrekað sakað fjölmiðla um rógburð í garð ráðherrans. Í lýðræðisríki er það óboðlegt að ráðherra ráðist með þessum hætti að fjölmiðlum vegna eðlilegrar umfjöllunar um störf hans.“ Ungir jafnaðarmenn telja að Hanna Birna hafi fyrirgert trausti þjóðarinnar með því að fara viljandi með rangt mál í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis. „Hanna Birna hefur jafnframt ekki nálgast málið af æðruleysi heldur þvert á móti unnið markvisst gegn því að ráðuneyti hennar verði tekið til rannsóknar. Þá hefur hún ráðist á fjölmiðla og reynt að kæfa eðlilega lýðræðislega umræðu um málið. Öllum má vera það ljóst að slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi fyrir ráðherra, þess þá heldur ráðherra dómsmála. Ungir jafnaðarmenn krefjast því þess að Hanna Birna segi af sér án tafar.“
Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira