Einstæð móðir átti báða vinningsmiðana Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. maí 2014 12:26 Konan vann 84,5 milljónir Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“ Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“
Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29