Tekist á í bæjarstjórn Reykjanesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 10:29 Meirihluti bæjarstjórnar vill spyrja íbúa hvort þeir vilji aukna þjónustu. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira