„Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2014 23:15 Vísir/Pjetur Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. Hún segir nálgunarbann vera gagnslaust ef lögreglan bregðist ekki við því. Rætt var við Ásdísi í þættinum Kastljós í kvöld. Hún flúði ásamt börnum sínum til Þórshafnar á Langanesi af ótta við manninn. Lögreglan hefur fjórar alvarlegar líkamsárásir hans gegn henni til rannsóknar. Þá hefur maðurinn meðal annars staðið í hótunum við Ólaf Steinarsson, sveitarstjóra Langanesbyggðar, en hann undrast mjög viðbragðsleysi lögreglu. Þaðan komi þau skilaboð að ekki sé hægt að stöðva manninn meðan hann beiti ekki líkamlegu ofbeldi. Ásdís segist hafa kynnst manninum í byrjun september 2011 og hann hafi fljótt verið kominn inn á heimili hennar. Í desember það ár hafi hann beitt hana ofbeldi í fyrsta sinn og síðan aftur í febrúar 2012. Sú árás hafi verið svo alvarleg að Ásdís gat ekki mætt í vinnu í mánuð eftir. „Ég var með glóðaraugu á báðum, alvarlega áverka í andliti og brotna tönn. Svo tvisvar eftir það í september,“ segir Ásdís. Hún segir yngri drengi sína hafa horft á öll atvikin. Þeir hafi verið í samtalsmeðferð ár á eftir. Hún segir hafa kært eitt skiptið en dregið kæruna til baka í fyrrahaust, eftir að maðurinn hafi lofað öllu fögru. „Ég var að reyna að hafa hann góðan svo ég fengi frið. Ég var skíthrædd við hann. Það er bara þannig. Af því að ég vissi og veit hvernig hann er. Ég tók ekki þennan slag og lokaði á hann, því það var mín reynsla. Hann sat bara fyrir mér og ég lenti í allskonar atvikum sem ég hef ekki tilkynnt einum né neinum, þar sem ég var dauðhrædd um líf mitt.“Flúði á Þórshöfn Ásdís segir samfélagið á Þórshöfn hafa tekið henni frábærlega og staðið þétt við bakið á henni. Hún hafi smám saman reynt að draga úr því að svara manninum eftir flutninginn og í nóvember hafi hún hætt að svara honum. „Þá skall allt á með fullum þunga,“ segir Ásdís. Þá mun ónæði mannsins hafa aukist mjög og hún segir hann hafa byrjað að áreita alla í þorpinu. Meðal þess sendi hann fjölda manna í sveitarfélaginu skjöl sem hann hafði komist yfir á heimili hennar. Einnig hefur hann sent mynd af leiði ömmu Ásdísar, og nöfnu, og sagt með skilaboðunum að bráðum yrði send „rétt“ mynd. Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri , sagði tilgang þess vera að sverta mannorð Ásdísar og ákvað í samráði við skólanefnd, skólastjóra og foreldrafélag að senda bæjarbúum bréf. Þar var málið skýrt og bæjarbúar varaðir við manninum. Einnig var atvikið tilkynnt lögreglu. Óskað var eftir liðsinni bæjarbúa við að styðja við bak Ásdísar. Ásdís segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að bréfið hafi verið sent út. „Ég er alveg ofboðslega þakklát fyrir það og þá var ekkert aftur snúið og ég vissi að ég yrði að taka þennan slag.“„Þú munt deyja“ Hún leitaði til lögreglu og fór fram á nálgunarbann og lagði fram kæru á þau áverkavottorð sem lágu fyrir. Héraðsdómur Reykjaness samþykkti nálgunarbannið. Ásdís segir nálgunarbannið þó ekki hafa borið nokkurn árangur. Honum hafi verið birt bannið 10. desember og í því segi að hann megi ekki hafa samband við hana á nokkurn hátt. Síðan þá segist Ásdís hafa fengið á sjöunda hundrað smáskilaboð með allskonar hótunum og hún hafi ekki tölu á hringingum og póstsendingu. Hún segir manninn hafa stofnað átta eða níu notendanöfn á Facebook til að reyna að nálgast hana. „Ég gæti trúað að þetta væru um þúsund skipti sem hann er búinn að brjóta þetta nálgunarbann síðan 10. desember,“ segir Ásdís. „Hótanirnar eru í þá veru að hann sé á leiðinni hingað, ég muni aldrei fá frið og hann ætli að láta mig borga. Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Hún segir manninn vera að hringja í fólk í bænum og trufla foreldra hennar, en faðir hennar greindist nýverið með krabbamein, og hann hefi einnig truflað móðir hennar. „Það er nóg álag á þeim. Þetta snýst ekki bara um mig, heldur fjölskyldu, samstarfsfólk og bara heilt samfélag,“ segir Ásdís.Undrast aðgerðarleysi lögreglu Fjórum sinnum hefur Ásdís lagt fram kærur vegna brota á nálgunarbanninu. Áreitið haldi þó enn áfram. „Mér finnst þeir ekki skilja alvarleikan. Einhvern tíman fékk ég að hann hefði ekki staðið við hótanir hingað til, en samt veit ég vissulega að hann hafi verið stoppaður á leiðinni hingað,“ segir Ásdís. „Að þurfa að búa við þetta og eiga alltaf á hættu að hann sé að koma er farið að taka verulega í andlega heilsu.“ Ásdís segir fjölskyldu sína vera reiða yfir aðgerðarleysi lögreglunnar. „Til hvers er nálgunarbann,“ segir Ásdís. „Í mínu tilviki hefur það ekki haft neitt að segja. Ég hefði haldið að ef hann væri að hringja og sannarlega að hóta mér og segjast ætla að ganga í skrokk á mér eða hreinlega ganga frá mér, að kalla ætti manninn til, eða hafa upp á honum.“ Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. Hún segir nálgunarbann vera gagnslaust ef lögreglan bregðist ekki við því. Rætt var við Ásdísi í þættinum Kastljós í kvöld. Hún flúði ásamt börnum sínum til Þórshafnar á Langanesi af ótta við manninn. Lögreglan hefur fjórar alvarlegar líkamsárásir hans gegn henni til rannsóknar. Þá hefur maðurinn meðal annars staðið í hótunum við Ólaf Steinarsson, sveitarstjóra Langanesbyggðar, en hann undrast mjög viðbragðsleysi lögreglu. Þaðan komi þau skilaboð að ekki sé hægt að stöðva manninn meðan hann beiti ekki líkamlegu ofbeldi. Ásdís segist hafa kynnst manninum í byrjun september 2011 og hann hafi fljótt verið kominn inn á heimili hennar. Í desember það ár hafi hann beitt hana ofbeldi í fyrsta sinn og síðan aftur í febrúar 2012. Sú árás hafi verið svo alvarleg að Ásdís gat ekki mætt í vinnu í mánuð eftir. „Ég var með glóðaraugu á báðum, alvarlega áverka í andliti og brotna tönn. Svo tvisvar eftir það í september,“ segir Ásdís. Hún segir yngri drengi sína hafa horft á öll atvikin. Þeir hafi verið í samtalsmeðferð ár á eftir. Hún segir hafa kært eitt skiptið en dregið kæruna til baka í fyrrahaust, eftir að maðurinn hafi lofað öllu fögru. „Ég var að reyna að hafa hann góðan svo ég fengi frið. Ég var skíthrædd við hann. Það er bara þannig. Af því að ég vissi og veit hvernig hann er. Ég tók ekki þennan slag og lokaði á hann, því það var mín reynsla. Hann sat bara fyrir mér og ég lenti í allskonar atvikum sem ég hef ekki tilkynnt einum né neinum, þar sem ég var dauðhrædd um líf mitt.“Flúði á Þórshöfn Ásdís segir samfélagið á Þórshöfn hafa tekið henni frábærlega og staðið þétt við bakið á henni. Hún hafi smám saman reynt að draga úr því að svara manninum eftir flutninginn og í nóvember hafi hún hætt að svara honum. „Þá skall allt á með fullum þunga,“ segir Ásdís. Þá mun ónæði mannsins hafa aukist mjög og hún segir hann hafa byrjað að áreita alla í þorpinu. Meðal þess sendi hann fjölda manna í sveitarfélaginu skjöl sem hann hafði komist yfir á heimili hennar. Einnig hefur hann sent mynd af leiði ömmu Ásdísar, og nöfnu, og sagt með skilaboðunum að bráðum yrði send „rétt“ mynd. Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri , sagði tilgang þess vera að sverta mannorð Ásdísar og ákvað í samráði við skólanefnd, skólastjóra og foreldrafélag að senda bæjarbúum bréf. Þar var málið skýrt og bæjarbúar varaðir við manninum. Einnig var atvikið tilkynnt lögreglu. Óskað var eftir liðsinni bæjarbúa við að styðja við bak Ásdísar. Ásdís segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að bréfið hafi verið sent út. „Ég er alveg ofboðslega þakklát fyrir það og þá var ekkert aftur snúið og ég vissi að ég yrði að taka þennan slag.“„Þú munt deyja“ Hún leitaði til lögreglu og fór fram á nálgunarbann og lagði fram kæru á þau áverkavottorð sem lágu fyrir. Héraðsdómur Reykjaness samþykkti nálgunarbannið. Ásdís segir nálgunarbannið þó ekki hafa borið nokkurn árangur. Honum hafi verið birt bannið 10. desember og í því segi að hann megi ekki hafa samband við hana á nokkurn hátt. Síðan þá segist Ásdís hafa fengið á sjöunda hundrað smáskilaboð með allskonar hótunum og hún hafi ekki tölu á hringingum og póstsendingu. Hún segir manninn hafa stofnað átta eða níu notendanöfn á Facebook til að reyna að nálgast hana. „Ég gæti trúað að þetta væru um þúsund skipti sem hann er búinn að brjóta þetta nálgunarbann síðan 10. desember,“ segir Ásdís. „Hótanirnar eru í þá veru að hann sé á leiðinni hingað, ég muni aldrei fá frið og hann ætli að láta mig borga. Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Hún segir manninn vera að hringja í fólk í bænum og trufla foreldra hennar, en faðir hennar greindist nýverið með krabbamein, og hann hefi einnig truflað móðir hennar. „Það er nóg álag á þeim. Þetta snýst ekki bara um mig, heldur fjölskyldu, samstarfsfólk og bara heilt samfélag,“ segir Ásdís.Undrast aðgerðarleysi lögreglu Fjórum sinnum hefur Ásdís lagt fram kærur vegna brota á nálgunarbanninu. Áreitið haldi þó enn áfram. „Mér finnst þeir ekki skilja alvarleikan. Einhvern tíman fékk ég að hann hefði ekki staðið við hótanir hingað til, en samt veit ég vissulega að hann hafi verið stoppaður á leiðinni hingað,“ segir Ásdís. „Að þurfa að búa við þetta og eiga alltaf á hættu að hann sé að koma er farið að taka verulega í andlega heilsu.“ Ásdís segir fjölskyldu sína vera reiða yfir aðgerðarleysi lögreglunnar. „Til hvers er nálgunarbann,“ segir Ásdís. „Í mínu tilviki hefur það ekki haft neitt að segja. Ég hefði haldið að ef hann væri að hringja og sannarlega að hóta mér og segjast ætla að ganga í skrokk á mér eða hreinlega ganga frá mér, að kalla ætti manninn til, eða hafa upp á honum.“
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira