E-Zoo haldið á ný þrátt fyrir tvö dauðsföll í fyrra 23. apríl 2014 18:00 Af hátíðinni í fyrra Skipuleggjendur Electric Zoo tónlistarhátíðarinnar sem haldin er í New York-fylki ætla að halda hátíðina í ár, þrátt fyrir að lokadegi hátíðarinnar hafi verið aflýst í fyrra vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem tengdust eiturlyfjanotkun. Til þess að koma í veg fyrir að annað eins endurtaki sig mun öryggisgæsla á hátíðinni vera hert til muna, en þar verða dulbúnir öryggisverðir, hundar sem þefa uppi eiturlyf við alla innganga, og allir gestir sem kaupa miða þurfa að horfa á stutt myndbrot um hættur þess að neyta eiturlyfja. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að Electric Zoo verði haldið í New York að nýju,“ sögðu Mike Bindra og Laura De Palma, skipuleggjendur hátíðarinnar, í tilkynningu. „Undanfarin fimm ár hefur hátíðin vaxið og dafnað, og orðið ein af vinsælustu og viðurkenndustu alþjóðlegu tónlistarhátíðunum. Tækifærið til þess að efna til hátíðarinnar á nýjan leik er ábyrgð sem við tökum mjög alvarlega, og við hlökkum til að herða öryggisgæslu til þess að bæta reynslu þeirra sem sækja hátíðina til muna.“ Í september í fyrra, var lokadegi E-Zoo hátíðarinnar aflýst eftir að Olivia Rotondo, 20 ára, og Jeffrey Russ, 23 ára, létust vegna ofneyslu MDMA, betur þekkt sem eiturlyfið Mollý. Fjórir aðrir voru lagðir inn á spítala, 31 voru handteknir og að minnsta kosti ein kæra lá fyrir um kynferðisbrot. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Skipuleggjendur Electric Zoo tónlistarhátíðarinnar sem haldin er í New York-fylki ætla að halda hátíðina í ár, þrátt fyrir að lokadegi hátíðarinnar hafi verið aflýst í fyrra vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem tengdust eiturlyfjanotkun. Til þess að koma í veg fyrir að annað eins endurtaki sig mun öryggisgæsla á hátíðinni vera hert til muna, en þar verða dulbúnir öryggisverðir, hundar sem þefa uppi eiturlyf við alla innganga, og allir gestir sem kaupa miða þurfa að horfa á stutt myndbrot um hættur þess að neyta eiturlyfja. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að Electric Zoo verði haldið í New York að nýju,“ sögðu Mike Bindra og Laura De Palma, skipuleggjendur hátíðarinnar, í tilkynningu. „Undanfarin fimm ár hefur hátíðin vaxið og dafnað, og orðið ein af vinsælustu og viðurkenndustu alþjóðlegu tónlistarhátíðunum. Tækifærið til þess að efna til hátíðarinnar á nýjan leik er ábyrgð sem við tökum mjög alvarlega, og við hlökkum til að herða öryggisgæslu til þess að bæta reynslu þeirra sem sækja hátíðina til muna.“ Í september í fyrra, var lokadegi E-Zoo hátíðarinnar aflýst eftir að Olivia Rotondo, 20 ára, og Jeffrey Russ, 23 ára, létust vegna ofneyslu MDMA, betur þekkt sem eiturlyfið Mollý. Fjórir aðrir voru lagðir inn á spítala, 31 voru handteknir og að minnsta kosti ein kæra lá fyrir um kynferðisbrot.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira