Fótbolti

Markalaust hjá Inter og Napoli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gonzalo Higuain fór meiddur út af í kvöld.
Gonzalo Higuain fór meiddur út af í kvöld. Vísir/Getty
Internazionale og Napoli gerðu markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.

Leikurinn var í daufara lagi, en Gökhan Inler, miðjumaður Napoli, komst næst því að skora þegar skot hans small í stönginni á 82. mínútu. Með sigri hefði Napoli tryggt sér þriðja sæti deildarinnar og um leið geirneglt sæti í Meistaradeild Evrópu að ári.

Napoli er þó enn í góðri stöðu, en liðið er með 69 stig í þriðja sætinu, átta stigum á undan Fiorentina - sem sigraði Bologna með þremur mörkum gegn engu á útivelli í fyrri leik dagsins - þegar þremur umferðum er ólokið í deildinni.

Napoli varð fyrir áfalli undir lok leiksins þegar argentínski framherjinn Gonzalo Higuain var borinn af velli vegna meiðsla á ökkla.  

Sex leikir fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×