Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2014 18:45 „Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira