„Er búið að dömpa mér?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2014 21:59 Guðrún Bryndís. „Ég kveð hérmeð Framsóknarflokkinn með virktum og tek ekki sæti á lista hans, enda hefur þess ekki verið óskað,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir. Guðrún Bryndís, sem skipaði 2. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík lengi vel, birti í kvöld pistil í Kvennablaðinu. Á sama tíma stóð yfir aukakjördæmaþing flokksins þar sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var kynnt sem nýr oddviti listans. Ljóst er að framsóknarmenn hafa haft hraðar hendur því í samtali við Vísi á föstudag sagðist Sveinbjörg ekkert hafa heyrt í forystumönnum flokksins þrátt fyrir að hafa fyrir töluverðu síðan lýst yfir áhuga á að leiða listann. Hún var þá stödd erlendis en sneri heim um helgina. Síðan hefur þó nokkuð vatn runnið til sjávar. Guðrún Bryndís óskar nýjum oddvita og öðru flokksfólki góðs gengis en fer annars mikinn í pistli sínum. Rekur hún þar atburðarásina allt frá því hún gekk til liðs við flokkinn, „til þess að hafa áhrif á stefnu hans í heilbrigðismálum“, á síðasta ári til dagsins í dag. Ítrekað hafi hún fengið upplýsingar í gegnum fjölmiðla en ekki flokk sinn. Þá virðist „fólk á bak við tjöldin“ ráða öllu sem fram fer í Framsóknarflokknum. Guðrún rifjar upp þegar hún kom óreynd inn á fundi sjö efstu á framboðslista Framsóknarflokksins. Hún segir fundina hafa verið stífari en hún hafi átt að venjast.Truflaði fundi framsóknarmanna „Það var greinilegt að ég truflaði fundina með því að koma með ýmsar uppástungur eftir allan skýrslulesturinn um það sem mætti betur fara og með því að benda á útfærslur á stefnumálum framboðsins með tilliti til samþykkta flokksins. Þegar ég furðaði mig á fundarsköpum og viðbrögðum við meðframbjóðendur mína, var mér bent á reynsluleysi mitt í stjórnmálum og að ég gæti fengið leiðsögn hjá „fólkinu á bakvið tjöldin“, sem ég og gerði.“ Guðrún segist hafa haldið sig til hlés og reynt að „læra stjórnmál af reynda fólkinu á fundinum“ þar sem umræða um tölur úr skoðanakönnunum hafi verið ofarlega á baugi. Þá minnist hún á „fólkið á bak við tjöldin“ sem virðist öllu ráða í flokknum. „„Það var ákveðið að kynna eitt stefnumál á viku. Það var þó nauðsynlegt að halda þeim leyndum þar til þau væru kynnt opinberlega. Ég fékk semsagt upplýsingar um stefnumálin með því að lesa aðsendar greinar eða hlusta á viðtöl í útvarpi líkt og aðrir landsmenn,“ segir Guðrún Bryndís sem á þessum tíma skipaði þó annað sæti listans. „Ég frétti að menn hefðu miklar áhyggjur af hroka mínum og viðmóti. Ég var víst hið ógurlega kerlingarskass sem ekki var nokkur leið að hemja. Það var öllum nema mér ljóst að ég ætti ekki nokkra samleið með framboðinu,“ segir Guðrún. Hafi hún fengið ábendingar, við afsögn Óskars Bergssonar sem skipaði 1. sæti listans, að sterkur leikur væri að slást í för með honum. Það gerði hún þó ekki. „Samskiptin innan hópsins breyttust úr því að vera mér framandi í það að verða fjarlæg og hægri hönd oddvitans kom skilaboðum og fyrirmælum á framfæri við mig.“Óskar Bergsson.Óskar spilaði út stóra trompinu Guðrún Bryndís segir flokksmenn hafa verið að undirbúa opnun kosningaskrifstofu þegar Óskar tilkynnti afsögn sína í fréttum. „Ég frétti það með símtali sem var einhvernveginn á þessa leið: Ef fréttamenn hringja í þig er svarið: „No comment“ við öllu,“ rifjar Guðrún Bryndís upp. Hennar staðlaða svar í samtali við fréttamenn hafi orðið að hún skoraðist ekki undan ábyrgð og enginn hefði haft samband við sig. Guðrún segist helstu upplýsingar af fundum kjörstjórnar hafa komið úr fréttum. Hún hafi af og til heyrt í „fólkinu á bakvið tjöldin án þess þó að ég fengi að vita nokkuð, hvaða vinna færi eiginlega fram.“ Hún hafi ekki verið viss hvort framboðslistinn í heild sinni hafi verið ógildur fyrst Óskar hefði sagt af sér. Sumir héldu fram að enginn framboðslisti væri til og því Guðrún með ekkert umboð. Á sama tíma hafi hún fundið mikinn stuðning og hringingar. Fyrir fyrsta fund, í kjölfar afsagnar Óskars, hafi hún fengið símtal. „Ég fékk símtal þar sem ég var beðin að hitta mann á bakvið tjöldin áður en fundur hófst. Sá sagðist hafa barist fyrir mér í annað sætið og hann myndi gera það fyrir mig áfram því nú verði listinn endurskoðaður í heild sinni þar sem listanum hefði verið hafnað. Þar sem ég væri nýliði í stjórnmálum, ætti ég of mikið ólært til að geta leitt lista að hans sögn. Helst vildi hann sjá mig í innra starfi flokksins til frambúðar en ekki í framlínunni. Að svo búnu var fundi slitið og ég skilin eftir í lausu lofti."Guðni Ágústsson.Vísir/VilhelmFjölmiðlar upplýstu Guðrúnu Eftir að Guðrún hafði heyrt af fundi þingkvenna innan flokksins hjá fjölmiðlamanni stóð henni ekki á sama. Hún hafi spurst fyrir en eftir árangurslausar símhringingar send sms-skilaboðin: „Er búið að dömpa mér?“ Ekki hafi hvarflað að henni að skilaboðunum yrði tekið á annan hátt en sem spaugi. Raunin hafi orðið önnur. „Ég átti það alundarlegasta símtal við fólkið á bakvið tjöldin þar sem ég var sökuð um leka af fundi (sem ég var ekki á) og fékk þessa líka fínu vantraustsyfirlýsingu frá þessum sama einstakling.“ Í kjölfarið hafi staða hennar orðið enn erfiðari, hún „fengið vegginn“ og áttað sig á að Framsóknarflokkurinn væri ekki góður staður til að vera á. Hún hafi farið að endurmeta stöðu sína og ákveðið að hætta.Íþróttaálfurinn, Magnús Scheving.Guðni og íþróttaálfurinn Guðrún segist hafa samið fréttatilkynningu um þátttökulok sín en beðið með birtingu. Um páskahelgina hafi borist fregnir af líklegu framboði Guðna Ágústssonar og Magnúsar Scheving sem Guðrún titlar íþróttaálfinn. Fjölmiðlamenn hafi hringt og hún haft stöðluð svör frammi. Allt þar til kom að spurningunni hvað hún hefði umfram þá Guðna og Magnús.„Ég tel mig vera betri kost,“ svaraði Guðrún. Hún hafi talið sig hafa raunverulega þekkingu á borgarmálum. „Páskahelgin leið. Fólkið á bakvið tjöldin var horfið, ég náði samt að grípa í löppina á einum sem kannaðist ekki við að nokkur hefði haft samband við Guðna eða íþróttaálfinn. Svo var óskað eftir Framsóknarfríi um páskana og samtalinu því slitið,“ segir Guðrún. Í kjölfarið fjölgaði fréttatilkynningum frá flokknum með nýjum útgáfum af sömu atburðarás. Fjarvera stórra leikmanna í kvennaflokki innan flokksins hafi hins vegar komið Guðrúnu á óvart. „Það vakti athygli mína að ráðherra jafnréttismála Eygló Harðardóttir og þingkonur og kvennahreyfingar þær sem eru þátttakendur í átakinu „konur til forystu“ gerðu enga athugasemd við aðferðafræði flokksins gagnvart kynsystur sinni.“ Hún segir þögnina um konuna í 2. sæti framboðslista, sem hafði verið samþykktur af framsóknarfélögum í Reykjavíkur, hafa verið orðna háværa. „Ég kveð hérmeð Framsóknarflokkinn með virktum og tek ekki sæti á lista hans, enda hefur þess ekki verið óskað. Ég minni á að ég hef aldrei sóst eftir oddvitasætinu, þrátt fyrir að ég hafi fundið fyrir áþreifanlegum stuðningi framsóknarmanna- og kvenna sem og óflokksbundinna borgarbúa. Mér þykir vænt um þá ábyrgð sem mér var sýnd þegar ég var valin á lista þótt kraftar mínir hafi ekki fengið farveg innan Framsóknarflokksins. Ég óska nýjum oddvita og öðru flokksfólki velgengni.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sniðganga lög og reglur til að koma Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík segir að lítill hópur innan flokksins hafi ákveðið að sniðganga lög og reglur til að fá Guðna Ágústsson í oddvitasætið. Hún segir að ítrekað hafi verið þrýst á sig að hætta og segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist um gamaldags stjórmál og þrönga hagsmuni. 22. apríl 2014 12:53 Ekkert rætt við Guðrúnu um oddvitasætið Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. 20. apríl 2014 19:58 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Játar hvorki fyrsta sætinu né neitar "Ég verð að segja no comment. Þú verður bara að mæta á fundinn í kvöld,“ sagði Sveinbjörg létt í samtali við Vísi í dag. 29. apríl 2014 13:15 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég kveð hérmeð Framsóknarflokkinn með virktum og tek ekki sæti á lista hans, enda hefur þess ekki verið óskað,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir. Guðrún Bryndís, sem skipaði 2. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík lengi vel, birti í kvöld pistil í Kvennablaðinu. Á sama tíma stóð yfir aukakjördæmaþing flokksins þar sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var kynnt sem nýr oddviti listans. Ljóst er að framsóknarmenn hafa haft hraðar hendur því í samtali við Vísi á föstudag sagðist Sveinbjörg ekkert hafa heyrt í forystumönnum flokksins þrátt fyrir að hafa fyrir töluverðu síðan lýst yfir áhuga á að leiða listann. Hún var þá stödd erlendis en sneri heim um helgina. Síðan hefur þó nokkuð vatn runnið til sjávar. Guðrún Bryndís óskar nýjum oddvita og öðru flokksfólki góðs gengis en fer annars mikinn í pistli sínum. Rekur hún þar atburðarásina allt frá því hún gekk til liðs við flokkinn, „til þess að hafa áhrif á stefnu hans í heilbrigðismálum“, á síðasta ári til dagsins í dag. Ítrekað hafi hún fengið upplýsingar í gegnum fjölmiðla en ekki flokk sinn. Þá virðist „fólk á bak við tjöldin“ ráða öllu sem fram fer í Framsóknarflokknum. Guðrún rifjar upp þegar hún kom óreynd inn á fundi sjö efstu á framboðslista Framsóknarflokksins. Hún segir fundina hafa verið stífari en hún hafi átt að venjast.Truflaði fundi framsóknarmanna „Það var greinilegt að ég truflaði fundina með því að koma með ýmsar uppástungur eftir allan skýrslulesturinn um það sem mætti betur fara og með því að benda á útfærslur á stefnumálum framboðsins með tilliti til samþykkta flokksins. Þegar ég furðaði mig á fundarsköpum og viðbrögðum við meðframbjóðendur mína, var mér bent á reynsluleysi mitt í stjórnmálum og að ég gæti fengið leiðsögn hjá „fólkinu á bakvið tjöldin“, sem ég og gerði.“ Guðrún segist hafa haldið sig til hlés og reynt að „læra stjórnmál af reynda fólkinu á fundinum“ þar sem umræða um tölur úr skoðanakönnunum hafi verið ofarlega á baugi. Þá minnist hún á „fólkið á bak við tjöldin“ sem virðist öllu ráða í flokknum. „„Það var ákveðið að kynna eitt stefnumál á viku. Það var þó nauðsynlegt að halda þeim leyndum þar til þau væru kynnt opinberlega. Ég fékk semsagt upplýsingar um stefnumálin með því að lesa aðsendar greinar eða hlusta á viðtöl í útvarpi líkt og aðrir landsmenn,“ segir Guðrún Bryndís sem á þessum tíma skipaði þó annað sæti listans. „Ég frétti að menn hefðu miklar áhyggjur af hroka mínum og viðmóti. Ég var víst hið ógurlega kerlingarskass sem ekki var nokkur leið að hemja. Það var öllum nema mér ljóst að ég ætti ekki nokkra samleið með framboðinu,“ segir Guðrún. Hafi hún fengið ábendingar, við afsögn Óskars Bergssonar sem skipaði 1. sæti listans, að sterkur leikur væri að slást í för með honum. Það gerði hún þó ekki. „Samskiptin innan hópsins breyttust úr því að vera mér framandi í það að verða fjarlæg og hægri hönd oddvitans kom skilaboðum og fyrirmælum á framfæri við mig.“Óskar Bergsson.Óskar spilaði út stóra trompinu Guðrún Bryndís segir flokksmenn hafa verið að undirbúa opnun kosningaskrifstofu þegar Óskar tilkynnti afsögn sína í fréttum. „Ég frétti það með símtali sem var einhvernveginn á þessa leið: Ef fréttamenn hringja í þig er svarið: „No comment“ við öllu,“ rifjar Guðrún Bryndís upp. Hennar staðlaða svar í samtali við fréttamenn hafi orðið að hún skoraðist ekki undan ábyrgð og enginn hefði haft samband við sig. Guðrún segist helstu upplýsingar af fundum kjörstjórnar hafa komið úr fréttum. Hún hafi af og til heyrt í „fólkinu á bakvið tjöldin án þess þó að ég fengi að vita nokkuð, hvaða vinna færi eiginlega fram.“ Hún hafi ekki verið viss hvort framboðslistinn í heild sinni hafi verið ógildur fyrst Óskar hefði sagt af sér. Sumir héldu fram að enginn framboðslisti væri til og því Guðrún með ekkert umboð. Á sama tíma hafi hún fundið mikinn stuðning og hringingar. Fyrir fyrsta fund, í kjölfar afsagnar Óskars, hafi hún fengið símtal. „Ég fékk símtal þar sem ég var beðin að hitta mann á bakvið tjöldin áður en fundur hófst. Sá sagðist hafa barist fyrir mér í annað sætið og hann myndi gera það fyrir mig áfram því nú verði listinn endurskoðaður í heild sinni þar sem listanum hefði verið hafnað. Þar sem ég væri nýliði í stjórnmálum, ætti ég of mikið ólært til að geta leitt lista að hans sögn. Helst vildi hann sjá mig í innra starfi flokksins til frambúðar en ekki í framlínunni. Að svo búnu var fundi slitið og ég skilin eftir í lausu lofti."Guðni Ágústsson.Vísir/VilhelmFjölmiðlar upplýstu Guðrúnu Eftir að Guðrún hafði heyrt af fundi þingkvenna innan flokksins hjá fjölmiðlamanni stóð henni ekki á sama. Hún hafi spurst fyrir en eftir árangurslausar símhringingar send sms-skilaboðin: „Er búið að dömpa mér?“ Ekki hafi hvarflað að henni að skilaboðunum yrði tekið á annan hátt en sem spaugi. Raunin hafi orðið önnur. „Ég átti það alundarlegasta símtal við fólkið á bakvið tjöldin þar sem ég var sökuð um leka af fundi (sem ég var ekki á) og fékk þessa líka fínu vantraustsyfirlýsingu frá þessum sama einstakling.“ Í kjölfarið hafi staða hennar orðið enn erfiðari, hún „fengið vegginn“ og áttað sig á að Framsóknarflokkurinn væri ekki góður staður til að vera á. Hún hafi farið að endurmeta stöðu sína og ákveðið að hætta.Íþróttaálfurinn, Magnús Scheving.Guðni og íþróttaálfurinn Guðrún segist hafa samið fréttatilkynningu um þátttökulok sín en beðið með birtingu. Um páskahelgina hafi borist fregnir af líklegu framboði Guðna Ágústssonar og Magnúsar Scheving sem Guðrún titlar íþróttaálfinn. Fjölmiðlamenn hafi hringt og hún haft stöðluð svör frammi. Allt þar til kom að spurningunni hvað hún hefði umfram þá Guðna og Magnús.„Ég tel mig vera betri kost,“ svaraði Guðrún. Hún hafi talið sig hafa raunverulega þekkingu á borgarmálum. „Páskahelgin leið. Fólkið á bakvið tjöldin var horfið, ég náði samt að grípa í löppina á einum sem kannaðist ekki við að nokkur hefði haft samband við Guðna eða íþróttaálfinn. Svo var óskað eftir Framsóknarfríi um páskana og samtalinu því slitið,“ segir Guðrún. Í kjölfarið fjölgaði fréttatilkynningum frá flokknum með nýjum útgáfum af sömu atburðarás. Fjarvera stórra leikmanna í kvennaflokki innan flokksins hafi hins vegar komið Guðrúnu á óvart. „Það vakti athygli mína að ráðherra jafnréttismála Eygló Harðardóttir og þingkonur og kvennahreyfingar þær sem eru þátttakendur í átakinu „konur til forystu“ gerðu enga athugasemd við aðferðafræði flokksins gagnvart kynsystur sinni.“ Hún segir þögnina um konuna í 2. sæti framboðslista, sem hafði verið samþykktur af framsóknarfélögum í Reykjavíkur, hafa verið orðna háværa. „Ég kveð hérmeð Framsóknarflokkinn með virktum og tek ekki sæti á lista hans, enda hefur þess ekki verið óskað. Ég minni á að ég hef aldrei sóst eftir oddvitasætinu, þrátt fyrir að ég hafi fundið fyrir áþreifanlegum stuðningi framsóknarmanna- og kvenna sem og óflokksbundinna borgarbúa. Mér þykir vænt um þá ábyrgð sem mér var sýnd þegar ég var valin á lista þótt kraftar mínir hafi ekki fengið farveg innan Framsóknarflokksins. Ég óska nýjum oddvita og öðru flokksfólki velgengni.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sniðganga lög og reglur til að koma Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík segir að lítill hópur innan flokksins hafi ákveðið að sniðganga lög og reglur til að fá Guðna Ágústsson í oddvitasætið. Hún segir að ítrekað hafi verið þrýst á sig að hætta og segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist um gamaldags stjórmál og þrönga hagsmuni. 22. apríl 2014 12:53 Ekkert rætt við Guðrúnu um oddvitasætið Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. 20. apríl 2014 19:58 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Játar hvorki fyrsta sætinu né neitar "Ég verð að segja no comment. Þú verður bara að mæta á fundinn í kvöld,“ sagði Sveinbjörg létt í samtali við Vísi í dag. 29. apríl 2014 13:15 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sniðganga lög og reglur til að koma Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík segir að lítill hópur innan flokksins hafi ákveðið að sniðganga lög og reglur til að fá Guðna Ágústsson í oddvitasætið. Hún segir að ítrekað hafi verið þrýst á sig að hætta og segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist um gamaldags stjórmál og þrönga hagsmuni. 22. apríl 2014 12:53
Ekkert rætt við Guðrúnu um oddvitasætið Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. 20. apríl 2014 19:58
„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28
Játar hvorki fyrsta sætinu né neitar "Ég verð að segja no comment. Þú verður bara að mæta á fundinn í kvöld,“ sagði Sveinbjörg létt í samtali við Vísi í dag. 29. apríl 2014 13:15
Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27
Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49