Innlent

Hálka á Hellisheiði

Vísir/Anton
Það snjóaði aðeins á Hellisheiði í nótt og þar myndaðist hálka undir morgun. Ámóta aðstæður hafa að líkindum skapast á öðrum fjallvegum á suðvestanverðu landinu í nótt, samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi í gærkvöldi.

Í örðum landshlutum voru víða hálkubletir á fjallvegum í gærkvöldi  en vegir á suðausturlandi eru auðir.

Nú er ljóst að það dregst fram yfir helgi að opna Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar á sunnanverðum Vestfjörðum, sem hafa verið lokaðar síðan í desember, þar sem skaflar þar eru óvenju djúpir og hafa ekki verið meiri í tvo áratugi.

Öll umferð um hálendið er nú bönnuð þar sem snjó er farið að taka upp og frost er að fara úr jörðu, en fjallajeppar hafa getað farið þar um í vetur þótt allir hálendisvegir séu ófærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×