Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2014 21:00 Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum “Um land allt” í kvöld var fjallað um leiksýninguna og sannleiksgildi og staðhættir sögunnar kannaðir undir Eyjafjöllum. Sagan segir að Anna hafi falið ástmann sinn í Paradísarhelli en þar skammt frá, í félagsheimilinu Heimalandi, sýnir Leikfélag Austur-Eyfellinga þessa dagana leikgerð sögunnar um Önnu á Stóru-Borg; um ástir ríkrar konu og fátæks vinnumanns.Anna og Hjalti í Paradísarhelli. Jón Helgi Ingvarsson og Þórunn Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bæjarstæði hinnar fornu Stóru-Borgar við ströndina er nú að mestu eytt af sjávarbrimi en Þórður Tómasson á Skógum segir okkur að ekki þurfi að efast um að Anna var til. „Anna á Stóru-Borg er raunveruleg persóna því það eru heimildir til um hana í skjölum sextándu aldar í sambandi við bæði hennar ástamál og svo fráfall Páls, bróður hennar, og erfðamál í sambandi við það,” segir Þórður.Bróðirinn Páll bregst reiður við þegar hann fréttir að systir sín sé barnshafandi og ákveður að drepa Hjalta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það var einmitt Páll bróðir hennar sem barðist gegn ástarsambandinu og ætlaði að drepa Hjalta en söguna um Hjalta í hellinum varðveittu Eyfellingar í munnmælum. „Gamla fólkið sagði þetta fullum fetum. Þeir sögðu mér, gömlu mennirnir, að Hjalti hefði búið í tvö ár í Paradísarhelli,” segir Þórður. Á Byggðasafninu á Skógum eru varðveittir munir frá Stóru-Borg, eins og barnsskór, sem Þórður telur ekki fjarstæðu að tengja við þau börn sem ástarsamband Önnu og Hjalta gat af sér. Þau Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson leika parið á sviðinu. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, leikur einnig í verkinu en þó ekki ástmanninn unga. Hann var spurður hvort sér fyndist ekki erfitt að sjá eiginkonuna fara upp í rúm með ungum pilti: „Það er ágætt að geta haft auga með því,” svaraði hann hlæjandi.Þórður Tómasson á Skógum með barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum “Um land allt” í kvöld var fjallað um leiksýninguna og sannleiksgildi og staðhættir sögunnar kannaðir undir Eyjafjöllum. Sagan segir að Anna hafi falið ástmann sinn í Paradísarhelli en þar skammt frá, í félagsheimilinu Heimalandi, sýnir Leikfélag Austur-Eyfellinga þessa dagana leikgerð sögunnar um Önnu á Stóru-Borg; um ástir ríkrar konu og fátæks vinnumanns.Anna og Hjalti í Paradísarhelli. Jón Helgi Ingvarsson og Þórunn Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bæjarstæði hinnar fornu Stóru-Borgar við ströndina er nú að mestu eytt af sjávarbrimi en Þórður Tómasson á Skógum segir okkur að ekki þurfi að efast um að Anna var til. „Anna á Stóru-Borg er raunveruleg persóna því það eru heimildir til um hana í skjölum sextándu aldar í sambandi við bæði hennar ástamál og svo fráfall Páls, bróður hennar, og erfðamál í sambandi við það,” segir Þórður.Bróðirinn Páll bregst reiður við þegar hann fréttir að systir sín sé barnshafandi og ákveður að drepa Hjalta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það var einmitt Páll bróðir hennar sem barðist gegn ástarsambandinu og ætlaði að drepa Hjalta en söguna um Hjalta í hellinum varðveittu Eyfellingar í munnmælum. „Gamla fólkið sagði þetta fullum fetum. Þeir sögðu mér, gömlu mennirnir, að Hjalti hefði búið í tvö ár í Paradísarhelli,” segir Þórður. Á Byggðasafninu á Skógum eru varðveittir munir frá Stóru-Borg, eins og barnsskór, sem Þórður telur ekki fjarstæðu að tengja við þau börn sem ástarsamband Önnu og Hjalta gat af sér. Þau Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson leika parið á sviðinu. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, leikur einnig í verkinu en þó ekki ástmanninn unga. Hann var spurður hvort sér fyndist ekki erfitt að sjá eiginkonuna fara upp í rúm með ungum pilti: „Það er ágætt að geta haft auga með því,” svaraði hann hlæjandi.Þórður Tómasson á Skógum með barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30