Martina Hingis frá Sviss vann um helgina sitt fyrsta mót í tennis síðan hún hætti fyrst árið 2007.
Hingis var afar sigursæl frá unga aldri en hún var aðeins fimmtán ára gömul er hún vann sitt fyrsta stórmót í tvíliðaleik. Hún vann svo fimm titla á stórmótum á einliðaleik og komst í efsta sæti heimslistans áður en hún varð tvítug.
Meiðsli settu svo strik í reikninginn eftir það og ákvað hún að leggja spaðann á hilluna árið 2007, þá 27 ára gömul.
En hún sneri svo aftur á tennisvöllinn á síðasta ári og tók þátt í nokkrum mótum í tvíliðaleik. Um helgina bar hún sigur á býtum ásamt Sabine Lisicki frá Þýskalandi á Sony Open-mótinu í Miami.
„Þetta er mjög spennandi,“ sagði Hingis og sagðist opin fyrir því að halda áfram. „Ég veit ekki hverju ég hefði svarað í síðustu viku en hlutirnir breytast eftir svona sigra. Ég væri vel til í að spila áfram.“
Fyrsti titill Hingis í sjö ár
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn