Búast má við nýrri breiðskífu Del Rey, Ultraviolence, þann fyrsta maí næstkomandi, en ólíklegt þykir að lagið sem birtist skyndilega á netinu í vikunni verði á þeirri plötu.
Síðasta sumar sagði Del Rey frá því í viðtali við Radio.com að einhver hefði brotist inn á harða diskinn hennar, fyrir mörgum árum, og hefði þannig getað nálgast hundruði laga eftir sig - þannig að kannski er hægt að rekja lekann þangað.
En hvernig sem því líður er hægt að hlust á lagið hér að neðan.