Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 15:15 Bjarni og Vigdís á kynningu skýrslunnar í morgun. Vísir/GVA Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er ósátt með heimildarvinnu við gerð nýrrar Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnanar Háskóla Íslands, sem kynnt var á Grand Hótel í morgun. Vigdís var stödd á kynningunni og bar meðal annars upp spurningu í pallborðsumræðunum. Hún var gagnrýnin á vinnubrögð skýrsluhöfunda. Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði þetta vera þekkta aðferð – að nota nafnlausa heimildamenn - við skýrslugerð af þessu tagi.Geri alvarlegar athugasemdir Í samtali við blaðamann Vísis að kynningunni lokinni sagðist þingkonan ósátt með að vitnað væri í nafnlausa og andlitslausa embættismenn í Brussel í skýrslunni og tók sjávarútvegskaflann sérstaklega fyrir.Jæja Vigdís, hver eru fyrstu viðbrögðin eftir að hafa hlustað á erindi skýrsluhöfunda?„Þetta er athyglisvert. Ítreka að ég er ekki búin að lesa skýrsluna, því hún var bara birt í morgun. En það sem ég geri alvarlegar athugasemdir við, er að sjálfsögðu sjávarútvegskaflinn sem byggður er upp á andlitslausum og nafnlausum embættismönnum á gögnunum í Brussel.“ Er ekkert í þessum erindum sem breytir þinni afstöðu í Evrópusambandsmálum?„Nei, þetta bara herðir mig frekar en hitt að telja hag Íslands betur borgið fyrir utan Evrópusambandið. Vegna þessara haldlausu raka sem komu hér fram. Ýmislegt sem ekki stenst og er hrakið beinlínis í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar þessar tvær skýrslur er lesnar saman. Og það er nefnilega svolítið merkilegt að það skuli skarast vegna þess að hagfræðiskýrslan er svo löngu komin út, þannig að það hefði verið einfalt fyrir höfunda þessarar skýrslu að ná í vel rökstudd rök í þá skýrslu sem heimildir eru fyrir. Löglegar heimildir eins og notast er við í háskólasamfélögum.“Þekkt aðferð Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, sagði þessa aðferð vera þekkta við skýrslugerð sem þessa og furðaði sig að Vigdís hafi tekið hans kafla fyrir.„Þessi aðferð er nefnilega notuð í öllum köflunum. Við notum þetta til þess að fá upplýsingar sem við hefðum annars ekki fengið. Þetta er þekkt tækni. Ef maður fær svona upplýsingar, byrjar maður á að athuga hvort þær standist. Og við gerðum það, eins langt og maður kemst í því.“ Hann sagði ákveðna heimildamenn skýrsluhöfunda hafa gefið greinagóðar upplýsingar undir nafnleynd. Erfitt sé að verða sér úti um skriflegar heimildir um ákveðna þætti sem skýrslan nær til. „Þetta er bara svipað og í blaðamennsku. Þá verður maður bara að meta heimildina,“ sagði Bjarni að lokum.Pia kynnti skýrsluna í morgun.Afskaplega ómakleg gagnrýniPia Hansson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og einn skýrsluhöfunda, var spurð um ummæli Vigdísar, við kynninguna á skýrslunni í dag. „Okkar vinnubrögð eru akademísk vinnubrögð og þetta er mikil rannsóknarvinna sem fór fram. Við erum búin að standa í þessu í nokkra mánuði.“ Mikil vinna hafi farið í skýrsluna og skrifleg gögn verið greind í þaula. „Við höfum lagst yfir að greina þau skriflegu gögn sem til eru og þar hefur öllum steinum verið velt við. Við höfum til að mynda skoðað vel skýrslu sem kom út árið 2007 sem var ritstýrt af Birni Bjarnasyni um Evrópumál. Við höfum lagst yfir rit frá utanríkisráðuneytinu um gang viðræðna sem kom út í fyrra. Við höfum náttúrulega líka tekið mikið mið af skýrslu Hagfræðistofnunar sem kom út fyrr á árinu og ákváðum strax að endurvinna það sem þar er gert,“ sagði Pia fyrr í dag. Hún sagði gagnrýni Vigdísar vera ómaklega. „Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar.“ ESB-málið Tengdar fréttir Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Krafan um takmarkanir á innflutningi dýra hefði fengið efnislega meðferð Mikill undirbúningur fór fram af hálfu Íslands á sviði landbúnaðarmála vegna aðildarumsóknarinnar. 7. apríl 2014 11:31 "Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, gefur lítið fyrir að tengja sjálfstæði og fullveldi við mynt sem hægt er að fella. Hann bendir á að Ísland sé eina ríkið í heiminum með undir tvær milljónir íbúa sem sé með sjálfstæðan, fljótandi gjaldmiðil. 7. apríl 2014 10:02 Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43 Skýrsla Alþjóðamálastofnunar um Ísland og ESB kynnt 7. apríl Í skýrslunni verður kynnt úttekt á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 28. mars 2014 12:43 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er ósátt með heimildarvinnu við gerð nýrrar Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnanar Háskóla Íslands, sem kynnt var á Grand Hótel í morgun. Vigdís var stödd á kynningunni og bar meðal annars upp spurningu í pallborðsumræðunum. Hún var gagnrýnin á vinnubrögð skýrsluhöfunda. Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði þetta vera þekkta aðferð – að nota nafnlausa heimildamenn - við skýrslugerð af þessu tagi.Geri alvarlegar athugasemdir Í samtali við blaðamann Vísis að kynningunni lokinni sagðist þingkonan ósátt með að vitnað væri í nafnlausa og andlitslausa embættismenn í Brussel í skýrslunni og tók sjávarútvegskaflann sérstaklega fyrir.Jæja Vigdís, hver eru fyrstu viðbrögðin eftir að hafa hlustað á erindi skýrsluhöfunda?„Þetta er athyglisvert. Ítreka að ég er ekki búin að lesa skýrsluna, því hún var bara birt í morgun. En það sem ég geri alvarlegar athugasemdir við, er að sjálfsögðu sjávarútvegskaflinn sem byggður er upp á andlitslausum og nafnlausum embættismönnum á gögnunum í Brussel.“ Er ekkert í þessum erindum sem breytir þinni afstöðu í Evrópusambandsmálum?„Nei, þetta bara herðir mig frekar en hitt að telja hag Íslands betur borgið fyrir utan Evrópusambandið. Vegna þessara haldlausu raka sem komu hér fram. Ýmislegt sem ekki stenst og er hrakið beinlínis í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar þessar tvær skýrslur er lesnar saman. Og það er nefnilega svolítið merkilegt að það skuli skarast vegna þess að hagfræðiskýrslan er svo löngu komin út, þannig að það hefði verið einfalt fyrir höfunda þessarar skýrslu að ná í vel rökstudd rök í þá skýrslu sem heimildir eru fyrir. Löglegar heimildir eins og notast er við í háskólasamfélögum.“Þekkt aðferð Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, sagði þessa aðferð vera þekkta við skýrslugerð sem þessa og furðaði sig að Vigdís hafi tekið hans kafla fyrir.„Þessi aðferð er nefnilega notuð í öllum köflunum. Við notum þetta til þess að fá upplýsingar sem við hefðum annars ekki fengið. Þetta er þekkt tækni. Ef maður fær svona upplýsingar, byrjar maður á að athuga hvort þær standist. Og við gerðum það, eins langt og maður kemst í því.“ Hann sagði ákveðna heimildamenn skýrsluhöfunda hafa gefið greinagóðar upplýsingar undir nafnleynd. Erfitt sé að verða sér úti um skriflegar heimildir um ákveðna þætti sem skýrslan nær til. „Þetta er bara svipað og í blaðamennsku. Þá verður maður bara að meta heimildina,“ sagði Bjarni að lokum.Pia kynnti skýrsluna í morgun.Afskaplega ómakleg gagnrýniPia Hansson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og einn skýrsluhöfunda, var spurð um ummæli Vigdísar, við kynninguna á skýrslunni í dag. „Okkar vinnubrögð eru akademísk vinnubrögð og þetta er mikil rannsóknarvinna sem fór fram. Við erum búin að standa í þessu í nokkra mánuði.“ Mikil vinna hafi farið í skýrsluna og skrifleg gögn verið greind í þaula. „Við höfum lagst yfir að greina þau skriflegu gögn sem til eru og þar hefur öllum steinum verið velt við. Við höfum til að mynda skoðað vel skýrslu sem kom út árið 2007 sem var ritstýrt af Birni Bjarnasyni um Evrópumál. Við höfum lagst yfir rit frá utanríkisráðuneytinu um gang viðræðna sem kom út í fyrra. Við höfum náttúrulega líka tekið mikið mið af skýrslu Hagfræðistofnunar sem kom út fyrr á árinu og ákváðum strax að endurvinna það sem þar er gert,“ sagði Pia fyrr í dag. Hún sagði gagnrýni Vigdísar vera ómaklega. „Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar.“
ESB-málið Tengdar fréttir Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Krafan um takmarkanir á innflutningi dýra hefði fengið efnislega meðferð Mikill undirbúningur fór fram af hálfu Íslands á sviði landbúnaðarmála vegna aðildarumsóknarinnar. 7. apríl 2014 11:31 "Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, gefur lítið fyrir að tengja sjálfstæði og fullveldi við mynt sem hægt er að fella. Hann bendir á að Ísland sé eina ríkið í heiminum með undir tvær milljónir íbúa sem sé með sjálfstæðan, fljótandi gjaldmiðil. 7. apríl 2014 10:02 Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43 Skýrsla Alþjóðamálastofnunar um Ísland og ESB kynnt 7. apríl Í skýrslunni verður kynnt úttekt á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 28. mars 2014 12:43 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36
Krafan um takmarkanir á innflutningi dýra hefði fengið efnislega meðferð Mikill undirbúningur fór fram af hálfu Íslands á sviði landbúnaðarmála vegna aðildarumsóknarinnar. 7. apríl 2014 11:31
"Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, gefur lítið fyrir að tengja sjálfstæði og fullveldi við mynt sem hægt er að fella. Hann bendir á að Ísland sé eina ríkið í heiminum með undir tvær milljónir íbúa sem sé með sjálfstæðan, fljótandi gjaldmiðil. 7. apríl 2014 10:02
Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar um Ísland og ESB kynnt 7. apríl Í skýrslunni verður kynnt úttekt á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 28. mars 2014 12:43
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04