Aurum málinu frestað í nokkra klukkutíma Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2014 10:49 Dómari mun úrskurða um kröfu verjendanna í dag. Vísir/GVA Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins. Aurum Holding málið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins.
Aurum Holding málið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira