Móttaka hótelsins gerð að skyndihjálparstöð Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2014 11:05 Í morgun, sé yfir torgið þar sem fjöldamorðin voru framin 21. febrúar síðastliðinn. VÍSIR/VALLI „Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira