Þingsályktunartillagan hefði mátt bíða Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2014 12:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“ ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“
ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00
„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35
Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46