Ef Fulham hefði viljað fá Alfreð hefði það borgað uppsett verð Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 10:00 Alfreð Finnbogason er markahæstur í sögu Heerenveen í deildinni. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA
Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00
Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34