Lúxusmerkin horfa til ungra karla Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 13:12 Vel klæddur ungur maður. Framleiðendur lúxusvara eru í sífellt meira mæli farnir að horfa til ungra karlmanna og framleiða vörur sem til þeirra höfða. Flestir tengja lúxusmerkin við þarfir kvenna en sérfræðingar hjá HSBC segja að þessi þróun í átt til karlmanna sé nú afar áberandi. Hinn dæmigerði karlmaður sem tískuhúsin og aðrir framleiðendur lúxusvarnings horfa nú til er á þrítugs- eða fertugsaldri, borgarbúar sem hrifnir eru af farsímum og hugsi afar mikið um ímynd sína. Þessir karlmenn hafi innri þörf fyrir að sanna fyrir umheiminum að þeir séu flottir og eyða því miklu í sínar gerviþarfir um leið og þeir hafi efni á því. Öðru gildi um enn efnaðri og eldri karlmenn sem hafi ekki eins mikið að sanna og hafi í reynd engan áhuga á því.Eitt af því sem þeir hjá HSBC segja mikinn áhrifamátt þessarar þróunar er að karlmenn gifti sig nú seinna en áður og því eigi þeir pening til eyðslu í lúxusvarning, sem áður hefði farið í að haldu upp fjölskyldu sinni. Því fari það fé sem áður var eytt í bleyjur í flott armbandsúr, handunna leðurskó, dýrar töskur og sérsaumuð jakkaföt. Tískuvöruframleiðandinn Coach hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á unga karlmenn á framabraut og hefur sala á karlmannsvarningi sjöfaldast frá árinu 2010. Ekki er ósvipaða sögu að segja frá Burberry og framleiðandanum Michael Kors, sem ætlar að sjöfalda tekjur sínar líka í sölu varnings fyrir karlmenn. Eini markaðurinn þar sem ekki tekur því að höfða til karlmanna er í Kína, en þar er gósentími lúxusvarnings fyrir konur. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framleiðendur lúxusvara eru í sífellt meira mæli farnir að horfa til ungra karlmanna og framleiða vörur sem til þeirra höfða. Flestir tengja lúxusmerkin við þarfir kvenna en sérfræðingar hjá HSBC segja að þessi þróun í átt til karlmanna sé nú afar áberandi. Hinn dæmigerði karlmaður sem tískuhúsin og aðrir framleiðendur lúxusvarnings horfa nú til er á þrítugs- eða fertugsaldri, borgarbúar sem hrifnir eru af farsímum og hugsi afar mikið um ímynd sína. Þessir karlmenn hafi innri þörf fyrir að sanna fyrir umheiminum að þeir séu flottir og eyða því miklu í sínar gerviþarfir um leið og þeir hafi efni á því. Öðru gildi um enn efnaðri og eldri karlmenn sem hafi ekki eins mikið að sanna og hafi í reynd engan áhuga á því.Eitt af því sem þeir hjá HSBC segja mikinn áhrifamátt þessarar þróunar er að karlmenn gifti sig nú seinna en áður og því eigi þeir pening til eyðslu í lúxusvarning, sem áður hefði farið í að haldu upp fjölskyldu sinni. Því fari það fé sem áður var eytt í bleyjur í flott armbandsúr, handunna leðurskó, dýrar töskur og sérsaumuð jakkaföt. Tískuvöruframleiðandinn Coach hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á unga karlmenn á framabraut og hefur sala á karlmannsvarningi sjöfaldast frá árinu 2010. Ekki er ósvipaða sögu að segja frá Burberry og framleiðandanum Michael Kors, sem ætlar að sjöfalda tekjur sínar líka í sölu varnings fyrir karlmenn. Eini markaðurinn þar sem ekki tekur því að höfða til karlmanna er í Kína, en þar er gósentími lúxusvarnings fyrir konur.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent