„Garvey var einn af dómurunum í þýsku útgáfunni af The Voice og er vel þekktur í Þýskalandi,“ segir Atli Viðar, en yfir 300.000 manns hafa látið sér líka við listamanninn á Facebook, þar sem Karlakór Kaffibarsins prýðir opnumyndina.
„Garvey lenti semsagt á frábæru djammi með Karlakór Kaffibarsins og vildi endurskapa það í tónlistarmyndbandi, sem myndi síðan fylgja fyrstu smáskífunni af nýju plötunni hans,“ segir Atli Viðar jafnframt, en Garvey er á mála hjá útgáfurisanum Universal.
„Þau komu hingað í byrjun mars og við skutum myndbandið á einum degi með tuttugu og fimm meðlimum karlakórsins og tuttugu aukaleikurum á Bravó,“ segir Atli Viðar og bætir við stórskemmtilegt hafi verið í tökunum.
Hér að neðan má svo líta afraksturinn augum.