Bayern sló Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 19:15 Vísir/Getty Arsenal situr fjórða árið í röð eftir í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti þýsku meisturunum í Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld en Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-0 og þar með 3-1 samanlagt. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók litla áhættu í þessum leik og varkárir Arsenal-menn áttu fyrir vikið ekki mikla möguleika á móti sterku liði Bayern München. Jöfnunarmark Lukas Podolski setti smá spennu í leikinn en Bayern-liðið fékk nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleiknum þar á meðal lét Thomas Müller verja frá sér vítaspyrnu. Arsenal-menn tóku ekki mikla áhættu í fyrri hálfleiknum og vörðust aftarlega á vellinum. Bæjarar voru með öll tök á leiknum en tókst þó ekki að skapa sér mikið í rólegum fyrri hálfeik. Það breyttist hinsvegar í þeim síðari. Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Bæjarar vildu reyndar fá brot dæmt á Podolski fyrir að hrinda Philipp Lahm en ekkert var dæmt og Podolski skoraði úr fyrstu alvöru sókn Arsenal-manna í leiknum. Bayern-liðið hélt áfram góðum tökum á leiknum og fékk nokkur færi til að tryggja sér sigur þar á meðal fékk Mario Mandzukic mjög gott færi þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eitt mark frá Arsenal gat samt alltaf sett mikla spennu í leikinn en enska liðið náði aldrei að ógna þýska liðinu og því kláraðist leikurinn án mikilla tilþrifa lærisveina Arsene Wenger. Varamaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum. Liðin sættust því á jafntefli sem þýddi að Bayern var búið að slá Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð.Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu.Vísir/GettyVaramaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum.Vísir/GettyBastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Arsenal situr fjórða árið í röð eftir í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti þýsku meisturunum í Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld en Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-0 og þar með 3-1 samanlagt. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók litla áhættu í þessum leik og varkárir Arsenal-menn áttu fyrir vikið ekki mikla möguleika á móti sterku liði Bayern München. Jöfnunarmark Lukas Podolski setti smá spennu í leikinn en Bayern-liðið fékk nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleiknum þar á meðal lét Thomas Müller verja frá sér vítaspyrnu. Arsenal-menn tóku ekki mikla áhættu í fyrri hálfleiknum og vörðust aftarlega á vellinum. Bæjarar voru með öll tök á leiknum en tókst þó ekki að skapa sér mikið í rólegum fyrri hálfeik. Það breyttist hinsvegar í þeim síðari. Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Bæjarar vildu reyndar fá brot dæmt á Podolski fyrir að hrinda Philipp Lahm en ekkert var dæmt og Podolski skoraði úr fyrstu alvöru sókn Arsenal-manna í leiknum. Bayern-liðið hélt áfram góðum tökum á leiknum og fékk nokkur færi til að tryggja sér sigur þar á meðal fékk Mario Mandzukic mjög gott færi þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eitt mark frá Arsenal gat samt alltaf sett mikla spennu í leikinn en enska liðið náði aldrei að ógna þýska liðinu og því kláraðist leikurinn án mikilla tilþrifa lærisveina Arsene Wenger. Varamaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum. Liðin sættust því á jafntefli sem þýddi að Bayern var búið að slá Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð.Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu.Vísir/GettyVaramaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum.Vísir/GettyBastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira