Bayern sló Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 19:15 Vísir/Getty Arsenal situr fjórða árið í röð eftir í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti þýsku meisturunum í Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld en Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-0 og þar með 3-1 samanlagt. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók litla áhættu í þessum leik og varkárir Arsenal-menn áttu fyrir vikið ekki mikla möguleika á móti sterku liði Bayern München. Jöfnunarmark Lukas Podolski setti smá spennu í leikinn en Bayern-liðið fékk nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleiknum þar á meðal lét Thomas Müller verja frá sér vítaspyrnu. Arsenal-menn tóku ekki mikla áhættu í fyrri hálfleiknum og vörðust aftarlega á vellinum. Bæjarar voru með öll tök á leiknum en tókst þó ekki að skapa sér mikið í rólegum fyrri hálfeik. Það breyttist hinsvegar í þeim síðari. Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Bæjarar vildu reyndar fá brot dæmt á Podolski fyrir að hrinda Philipp Lahm en ekkert var dæmt og Podolski skoraði úr fyrstu alvöru sókn Arsenal-manna í leiknum. Bayern-liðið hélt áfram góðum tökum á leiknum og fékk nokkur færi til að tryggja sér sigur þar á meðal fékk Mario Mandzukic mjög gott færi þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eitt mark frá Arsenal gat samt alltaf sett mikla spennu í leikinn en enska liðið náði aldrei að ógna þýska liðinu og því kláraðist leikurinn án mikilla tilþrifa lærisveina Arsene Wenger. Varamaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum. Liðin sættust því á jafntefli sem þýddi að Bayern var búið að slá Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð.Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu.Vísir/GettyVaramaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum.Vísir/GettyBastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Arsenal situr fjórða árið í röð eftir í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti þýsku meisturunum í Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld en Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-0 og þar með 3-1 samanlagt. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók litla áhættu í þessum leik og varkárir Arsenal-menn áttu fyrir vikið ekki mikla möguleika á móti sterku liði Bayern München. Jöfnunarmark Lukas Podolski setti smá spennu í leikinn en Bayern-liðið fékk nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleiknum þar á meðal lét Thomas Müller verja frá sér vítaspyrnu. Arsenal-menn tóku ekki mikla áhættu í fyrri hálfleiknum og vörðust aftarlega á vellinum. Bæjarar voru með öll tök á leiknum en tókst þó ekki að skapa sér mikið í rólegum fyrri hálfeik. Það breyttist hinsvegar í þeim síðari. Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1. Bæjarar vildu reyndar fá brot dæmt á Podolski fyrir að hrinda Philipp Lahm en ekkert var dæmt og Podolski skoraði úr fyrstu alvöru sókn Arsenal-manna í leiknum. Bayern-liðið hélt áfram góðum tökum á leiknum og fékk nokkur færi til að tryggja sér sigur þar á meðal fékk Mario Mandzukic mjög gott færi þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eitt mark frá Arsenal gat samt alltaf sett mikla spennu í leikinn en enska liðið náði aldrei að ógna þýska liðinu og því kláraðist leikurinn án mikilla tilþrifa lærisveina Arsene Wenger. Varamaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum. Liðin sættust því á jafntefli sem þýddi að Bayern var búið að slá Arsenal út úr Meistaradeildinni annað árið í röð.Bastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu.Vísir/GettyVaramaðurinn Thomas Müller gat tryggt Bayern sigurinn í uppbótartíma eftir að Arjen Robben fiskaði víti en pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski varði vítið frá honum.Vísir/GettyBastian Schweinsteiger kom Bayern í 1-0 á 55. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Franck Ribery sem labbaði framhjá varnarmönnum Arsenal-liðsins. Það tók landa Schweinsteiger, Lukas Podolski, aðeins tvær mínútur að jafna metin í 1-1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira