Mega kynleiðréttir íþróttamenn keppa í sínum flokki hér á landi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 18:30 Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira
Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira