Aron Jóhannsson tryggði hollenska liðinu AZ Alkmaar 1-0 heimasigur á rússneska liðinu Anzhi Makhachkala í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á AFAS Stadion í kvöld.
Aron skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 29. mínútu leiksins en Jóhann Berg Guðmundsson hafði komið inn á sem varamaður fimm mínútum áður. Aron lék allan leikinn og Jóhann Berg kláraði leikinn.
Aron hefur skoraði mikið í hollensku deildinni en hann var þarna að skora sitt fyrsta Evrópumark síðan í ágúst. Aron var fyrir leikinn búinn að spila níu leiki í röð í Evrópudeildinni án þess að skora.
Aron fékk gott færi til að bæta við öðru marki tólf mínútum fyrir leikslok en lét þá Mikhail Kerzhakov, markvörð Anzhi, verja frá sér.
Nú er að sjá hvort eins marks forskot dugar AZ-liðinu til að komast áfram í átta liða úrslitin en seinni leikurinn er í Rússlandi í næstu viku.
Aron tryggði AZ sigur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti



Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

