„Enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. mars 2014 11:08 Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar. ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar.
ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15
„Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44
Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17
Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27
Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00