Ekki er fjandinn frændrækinn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2014 12:21 Norðmenn, Evrópusambandið og Færeyingar, hafa nú komist að samkomulagi um makrílveiðar. Samningurinn gildir í fimm ár. Samningurinn nú gerir ráð fyrir 1047 þúsund tonna afla þessara ríkja, sem er 18% yfir heildarveiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES). Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Ljóst er að heildarveiðin getur samkvæmt þessu farið meira en 50% fram úr vísindalegri ráðgjöf ICES en þeir ráðlögðu 890 þúsund tonn.Hafna sjálfbærum veiðum Samningsaðilar eru með þessu að hafna algerlega sjálfbærum veiðum á stofninum og markmið þeirra virðist því vera að veiða makrílinn niður. Ákvörðunin er alger hneisa og ábyrgðarlaus gagnvart náttúrunni. Evrópusambandið hefur gengið bak orða sinna um samning við okkur sl. haust sem var á grundvelli sjálfbærrar nýtingar og sýnir með óyggjandi hætti hvernig hugsunarháttur þeirra er gagnvart auðlindum hafsins. Evrópusambandið ofveiðir nú 80% af sínum fiskistofnum og þar af eru 30% af stofnum þeirra að hruni komnir sökum ofveiði. Sambandið hefur lagt áherslu á að bæta fiskveiðistefnu sína sem einkenndist af ofveiði og brottkasti, en þessi ákvörðun grefur undan þeirri stefnu svo um munar, trúverðugleikinn er með öllu horfinn.Reykfyllt bakherbergi Norðmenn hafa leikið harðan leik allan tímann í málinu og því kom þessi ákvörðun þeirra ekki á óvart. En Evrópusambandið var búið að semja við Íslendinga um hlutdeild í makrílstofninum á grundvelli sjálfbærra veiða. Síðan færðist það nær Norðmönnum og samdi verulega umfram veiðráðgjöf. Þessi niðurstaða er því fullkomin svik af hálfu Evrópusambandsins, en kannski ekki við öðru að búast úr þeim herbúðum eftir fyrri hótanir þeirra um beitingu viðskiptaþvingana. Nú ríður á að við stöndum saman í þessu mikla hagsmunamáli okkar Íslendinga og gagnrýnum harðlega þá ofveiði sem þessar þrjár þjóðir hyggjast efna til. Ísland stundar sjálfbærar veiðar.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Norðmenn, Evrópusambandið og Færeyingar, hafa nú komist að samkomulagi um makrílveiðar. Samningurinn gildir í fimm ár. Samningurinn nú gerir ráð fyrir 1047 þúsund tonna afla þessara ríkja, sem er 18% yfir heildarveiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES). Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Ljóst er að heildarveiðin getur samkvæmt þessu farið meira en 50% fram úr vísindalegri ráðgjöf ICES en þeir ráðlögðu 890 þúsund tonn.Hafna sjálfbærum veiðum Samningsaðilar eru með þessu að hafna algerlega sjálfbærum veiðum á stofninum og markmið þeirra virðist því vera að veiða makrílinn niður. Ákvörðunin er alger hneisa og ábyrgðarlaus gagnvart náttúrunni. Evrópusambandið hefur gengið bak orða sinna um samning við okkur sl. haust sem var á grundvelli sjálfbærrar nýtingar og sýnir með óyggjandi hætti hvernig hugsunarháttur þeirra er gagnvart auðlindum hafsins. Evrópusambandið ofveiðir nú 80% af sínum fiskistofnum og þar af eru 30% af stofnum þeirra að hruni komnir sökum ofveiði. Sambandið hefur lagt áherslu á að bæta fiskveiðistefnu sína sem einkenndist af ofveiði og brottkasti, en þessi ákvörðun grefur undan þeirri stefnu svo um munar, trúverðugleikinn er með öllu horfinn.Reykfyllt bakherbergi Norðmenn hafa leikið harðan leik allan tímann í málinu og því kom þessi ákvörðun þeirra ekki á óvart. En Evrópusambandið var búið að semja við Íslendinga um hlutdeild í makrílstofninum á grundvelli sjálfbærra veiða. Síðan færðist það nær Norðmönnum og samdi verulega umfram veiðráðgjöf. Þessi niðurstaða er því fullkomin svik af hálfu Evrópusambandsins, en kannski ekki við öðru að búast úr þeim herbúðum eftir fyrri hótanir þeirra um beitingu viðskiptaþvingana. Nú ríður á að við stöndum saman í þessu mikla hagsmunamáli okkar Íslendinga og gagnrýnum harðlega þá ofveiði sem þessar þrjár þjóðir hyggjast efna til. Ísland stundar sjálfbærar veiðar.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar