Vettel komst ekki nema hálfan hring – Massa fljótastur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. mars 2014 15:45 Sebastian Vettel. Vísir/Getty Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. Red Bull bíll hans Sebastian Vettel fór ekki langt því hann nam staðar á brautinni og í annarri tilraun tókst honum ekki að komast af þjónustusvæðinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Red Bull sem átti sinn besta dag til þessa í gær. Sömu sögu er að segja af Sauber liðinu. Því tókst ekki að ljúka hring í dag. Ástæðan fyrir skyndilegum erfiðleikum er líklega sú að liðin reyna nú á þolmörk vélanna. Einnig eru liðin að prófa ýmsar viðbætur í átt að auknum hraða. Sumar þeirra virðast hreinlega geta kyrrsett bíla sem virkuðu vel áður. Felipe Massa á Williams átti besta tíma dagsins 1:33.258, hann ók samtals 94 hringi. Nico Rosberg á Mercedes setti annan besta tíma dagsins, 1:33.484 en hann ók 100 hringi. Rosberg var sá eini sem komst nálægt tíma Massa. Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari en hans besti tími var 1:35.487. Raikkonen ók 79 hringi. Lotus liðið virðist enn eiga í basli með áreiðanleika bílsins, hann fór aðeins 33 hringi í dag. Roman Grosjean var undir stýri og setti níunda besta tímann. Liðið vann Ástralska kappaksturinn í fyrra og varð í 4. sæti í keppni bílasmiða á tímabilinu. Mikið þarf að lagast ef Lotus ætlar að endurtaka þann leik í Ástralíu 16. mars. Caterham bíllinn fór 106 hringi undir stjórn Marcus Ericsson. Einungis Nico Hulkenberg á Force India fór lengra, hann ók 108 hringi. Hulkenberg átti sjötta besta tíma dagsins. Morgundagurinn er síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil. Mörg lið munu þá reyna að herma eftir aðstæðum í tímatöku. Þá verður spennandi að sjá hver endar efstur á blaði.Vísir/Getty Formúla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. Red Bull bíll hans Sebastian Vettel fór ekki langt því hann nam staðar á brautinni og í annarri tilraun tókst honum ekki að komast af þjónustusvæðinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Red Bull sem átti sinn besta dag til þessa í gær. Sömu sögu er að segja af Sauber liðinu. Því tókst ekki að ljúka hring í dag. Ástæðan fyrir skyndilegum erfiðleikum er líklega sú að liðin reyna nú á þolmörk vélanna. Einnig eru liðin að prófa ýmsar viðbætur í átt að auknum hraða. Sumar þeirra virðast hreinlega geta kyrrsett bíla sem virkuðu vel áður. Felipe Massa á Williams átti besta tíma dagsins 1:33.258, hann ók samtals 94 hringi. Nico Rosberg á Mercedes setti annan besta tíma dagsins, 1:33.484 en hann ók 100 hringi. Rosberg var sá eini sem komst nálægt tíma Massa. Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari en hans besti tími var 1:35.487. Raikkonen ók 79 hringi. Lotus liðið virðist enn eiga í basli með áreiðanleika bílsins, hann fór aðeins 33 hringi í dag. Roman Grosjean var undir stýri og setti níunda besta tímann. Liðið vann Ástralska kappaksturinn í fyrra og varð í 4. sæti í keppni bílasmiða á tímabilinu. Mikið þarf að lagast ef Lotus ætlar að endurtaka þann leik í Ástralíu 16. mars. Caterham bíllinn fór 106 hringi undir stjórn Marcus Ericsson. Einungis Nico Hulkenberg á Force India fór lengra, hann ók 108 hringi. Hulkenberg átti sjötta besta tíma dagsins. Morgundagurinn er síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil. Mörg lið munu þá reyna að herma eftir aðstæðum í tímatöku. Þá verður spennandi að sjá hver endar efstur á blaði.Vísir/Getty
Formúla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira