Tíu lög kepptu í keppninni í Eistlandi sem kallast Eesti Laul. Fór hún fram í Nokia-tónlistarhúsinu í Tallinn.
Eftir að lögin tíu voru flutt gat almenningur kosið. Atkvæði þeirra giltu fimmtíu prósent á móti dómnefnd. Alls bárust 52 þúsund atkvæði frá almenningi og komust tvö lög áfram í einvígi, líkt og hér á Íslandi. Það voru lögin Maybe-Maybe með Super Hot Cosmos Blues Band og Amazing með Tönju sem bar sigur úr býtum.