"Réttur okkar að eiga eigin fylgju“ Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2014 13:08 Sandra Sif Jónsdóttir doula sést hér prenta fylgju á örk. Úr verður fallegt listaverk. VÍSIR/Aðsent Dæmi eru um að heilbrigðisstarfsmenn hafi orðið við beiðni nýbakaðra foreldra um að taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. Ekkert eftirlit er með nýtingu fylgjunnar við heimafæðingar. Mörgum þykir það réttur foreldra að eiga sína fylgju eftir fæðingu. „Mér finnst það réttur okkar að eiga okkar eigin fylgju“ segir Sandra Sif Jónsdóttir, dúla og jógakennari. Dúlur sinna mikilvægu hlutverki við heimafæðingar og aðstoða ljósmóður. Svona líta fylgjuhylkin út.VÍSIR/aðsentFylgjan er nýtt til inntöku í duftformi en einnig tíðkast að prenta myndir af fylgjunni og grafa hana í mold en gróðursetja tré ofan á.Fylgjan þykir minnka líkur á fæðingarþunglyndiÞórey Hrund Mýrdal, móðir, segist hafa fundið fyrir miklum kostum þess að innbyrða fylgjuna í duftformi „Þegar ég átti strákinn fékk ég fæðingarþunglyndi og var oft mjög tæp á skapi og leið frekar illa.“ „Þegar ég átti stelpuna gerði ég hylki úr fylgjunni. Ég var dugleg að taka þau fyrst en svo gleymdi ég því og smám saman fór ég að detta í sama gír og með strákinn.“ Hún segir að með inntöku fylgjunnar hafi mjólkurframleiðslan verið meiri og mjólkin mun feitari. Fylgjan sér börnum fyrir allri sinni næringu á meðan þau eru enn í móðurkviðiVÍSIR/aðsentFylgjan notuð í smoothie-drykkMeðhöndlun fylgjunnar er vandasamt verk. Fyrst er hún hreinsuð og svo gufusoðin í potti. Því næst er hún brytjuð niður og sett á ofnplötu. Við mikla eldun í ofni þornar fylgjan og getur verið mulin niður í duft sem er hentugt til inntöku.Sandra Dögg Kristmundsdóttir, móðir, segist hafa leitað upplýsinga á netinu um meðhöndlun fylgjunnar eftir fæðingu „Við keyptum ekki nein hylki og ákváðum því að setja duftið bara í smoothie í staðinn.“Haraldur Briem er sóttvarnalæknirVÍSIR/GVARannsóknir ófullnægjandiÁsta Kristín Marteinsdóttir, dúla, sem aðstoðað hefur við heimafæðingar í rúm tvö ár segir að inntaka fylgju í duftformi sé gríðarlega sjaldgæf. „Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á ávinning þess að innbyrða fylgju eftir fæðingu. Í fylgjunni eru hormón sem eiga að minnka líkurnar á þunglyndi eftir fæðingu og járn sem á að koma í veg fyrir blóðskort.“ „En það hafa ekki verið gerðar nógu góðar rannsóknir á því. Aðallega vegna þess að þetta er svo sjaldgæft. Eina rannsóknin sem fólk vísar yfirleitt til var gerð á rottum og sýnir óyggjandi ávinning af því, en hún var að sjálfsögðu ekki gerð á fólki.“Skiptar skoðanir um smithættuHaraldur Briem, sóttvarnalæknir, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það þyrfti að skoða meðhöndlun fylgju betur „Þetta hljómar ekki vel“ Undir þetta tekur Ásta Kristín „Það getur verið smithætta. Þegar ég hef verið að meðhöndla fylgju hef ég passað að gæta fyllsta hreinlætis. Það getur verið hættulegt að gera þetta vitlaust.“ Sandra Sif, jógakennari og dúla, er þessu ósammála „Mér finnst óraunhæft að slá fram sóttvarna hugmyndinni enda er fylgst ótrúlega vel með þunguðum konum og skimað fyrir ýmsum blóðsmitandi sjúkdómum.“Foreldrar mæta fordómumForeldrar sem hafa nýtt sér fylgjuna hafa mætt skilningsleysi og fordómum aðstandenda. „Fólk var rosalega neikvætt á þetta, en ég útskýrði bara hvers vegna þetta væri gert og hvernig og hvað þetta væri lítið mál og þá skyldi fólk mun betur og var ekki eins neikvætt“ segir Þórey Hrund. Sandra Dögg kannast líka við fordóma „Makinn minn er alveg opinn fyrir þessu og ánægður en mér fannst ég finna fordóma frá öðrum á meðan ég var ennþá ólétt og hef því aldrei rætt þetta opið við neinn annan en makann og vinkonu mína.“Fylgjan lífsins tréMörg dæmi eru um að nýbakaðir foreldrar prenti blóðuga fylgjuna á örk til að varðveita. Jafnframt eru dæmi þess að fylgjunni sé dýft í blek og hún notuð sem stimpill. Þórey Hrund prentaði mynd af fylgjunni sinni með bláberjasafti „Fylgjan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig, þetta er líffæri sem sá barninu mínu fyrir nánast öllu lífi inn í mér. Þetta er lífsins tré og fylgjuprent er það fallegasta sem ég hef gert og séð.“ Tengdar fréttir Fylgjum smyglað af fæðingardeildinni Ljósmæður á Landspítalanum heimila stundum mæðrum að taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni, þó að slíkt sé óheimilt. 6. mars 2014 08:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Dæmi eru um að heilbrigðisstarfsmenn hafi orðið við beiðni nýbakaðra foreldra um að taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. Ekkert eftirlit er með nýtingu fylgjunnar við heimafæðingar. Mörgum þykir það réttur foreldra að eiga sína fylgju eftir fæðingu. „Mér finnst það réttur okkar að eiga okkar eigin fylgju“ segir Sandra Sif Jónsdóttir, dúla og jógakennari. Dúlur sinna mikilvægu hlutverki við heimafæðingar og aðstoða ljósmóður. Svona líta fylgjuhylkin út.VÍSIR/aðsentFylgjan er nýtt til inntöku í duftformi en einnig tíðkast að prenta myndir af fylgjunni og grafa hana í mold en gróðursetja tré ofan á.Fylgjan þykir minnka líkur á fæðingarþunglyndiÞórey Hrund Mýrdal, móðir, segist hafa fundið fyrir miklum kostum þess að innbyrða fylgjuna í duftformi „Þegar ég átti strákinn fékk ég fæðingarþunglyndi og var oft mjög tæp á skapi og leið frekar illa.“ „Þegar ég átti stelpuna gerði ég hylki úr fylgjunni. Ég var dugleg að taka þau fyrst en svo gleymdi ég því og smám saman fór ég að detta í sama gír og með strákinn.“ Hún segir að með inntöku fylgjunnar hafi mjólkurframleiðslan verið meiri og mjólkin mun feitari. Fylgjan sér börnum fyrir allri sinni næringu á meðan þau eru enn í móðurkviðiVÍSIR/aðsentFylgjan notuð í smoothie-drykkMeðhöndlun fylgjunnar er vandasamt verk. Fyrst er hún hreinsuð og svo gufusoðin í potti. Því næst er hún brytjuð niður og sett á ofnplötu. Við mikla eldun í ofni þornar fylgjan og getur verið mulin niður í duft sem er hentugt til inntöku.Sandra Dögg Kristmundsdóttir, móðir, segist hafa leitað upplýsinga á netinu um meðhöndlun fylgjunnar eftir fæðingu „Við keyptum ekki nein hylki og ákváðum því að setja duftið bara í smoothie í staðinn.“Haraldur Briem er sóttvarnalæknirVÍSIR/GVARannsóknir ófullnægjandiÁsta Kristín Marteinsdóttir, dúla, sem aðstoðað hefur við heimafæðingar í rúm tvö ár segir að inntaka fylgju í duftformi sé gríðarlega sjaldgæf. „Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á ávinning þess að innbyrða fylgju eftir fæðingu. Í fylgjunni eru hormón sem eiga að minnka líkurnar á þunglyndi eftir fæðingu og járn sem á að koma í veg fyrir blóðskort.“ „En það hafa ekki verið gerðar nógu góðar rannsóknir á því. Aðallega vegna þess að þetta er svo sjaldgæft. Eina rannsóknin sem fólk vísar yfirleitt til var gerð á rottum og sýnir óyggjandi ávinning af því, en hún var að sjálfsögðu ekki gerð á fólki.“Skiptar skoðanir um smithættuHaraldur Briem, sóttvarnalæknir, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það þyrfti að skoða meðhöndlun fylgju betur „Þetta hljómar ekki vel“ Undir þetta tekur Ásta Kristín „Það getur verið smithætta. Þegar ég hef verið að meðhöndla fylgju hef ég passað að gæta fyllsta hreinlætis. Það getur verið hættulegt að gera þetta vitlaust.“ Sandra Sif, jógakennari og dúla, er þessu ósammála „Mér finnst óraunhæft að slá fram sóttvarna hugmyndinni enda er fylgst ótrúlega vel með þunguðum konum og skimað fyrir ýmsum blóðsmitandi sjúkdómum.“Foreldrar mæta fordómumForeldrar sem hafa nýtt sér fylgjuna hafa mætt skilningsleysi og fordómum aðstandenda. „Fólk var rosalega neikvætt á þetta, en ég útskýrði bara hvers vegna þetta væri gert og hvernig og hvað þetta væri lítið mál og þá skyldi fólk mun betur og var ekki eins neikvætt“ segir Þórey Hrund. Sandra Dögg kannast líka við fordóma „Makinn minn er alveg opinn fyrir þessu og ánægður en mér fannst ég finna fordóma frá öðrum á meðan ég var ennþá ólétt og hef því aldrei rætt þetta opið við neinn annan en makann og vinkonu mína.“Fylgjan lífsins tréMörg dæmi eru um að nýbakaðir foreldrar prenti blóðuga fylgjuna á örk til að varðveita. Jafnframt eru dæmi þess að fylgjunni sé dýft í blek og hún notuð sem stimpill. Þórey Hrund prentaði mynd af fylgjunni sinni með bláberjasafti „Fylgjan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig, þetta er líffæri sem sá barninu mínu fyrir nánast öllu lífi inn í mér. Þetta er lífsins tré og fylgjuprent er það fallegasta sem ég hef gert og séð.“
Tengdar fréttir Fylgjum smyglað af fæðingardeildinni Ljósmæður á Landspítalanum heimila stundum mæðrum að taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni, þó að slíkt sé óheimilt. 6. mars 2014 08:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Fylgjum smyglað af fæðingardeildinni Ljósmæður á Landspítalanum heimila stundum mæðrum að taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni, þó að slíkt sé óheimilt. 6. mars 2014 08:30