Bayern München bætti met í dag er liðið vann sinn sextánda sigur í röð í þýsku úrvalsdeildinni.
Yfirburðir liðsins í deildinni eru með ólíkindum en liðið vann í dag 6-1 sigur á Wolfsburg á útivelli. Thomas Müller og Mario Mandzukic skoruðu tvö mörk hvor og þeir Xherdan Shaqiri og Franck Ribery eitt hvor.
Wolfsburg komst þó yfir með marki Naldo á 17. mínútu en þá tóku lærisveinar Pep Guardiola öll völd í leiknum.
Bayern er með 23 stiga forystu á Dortmund þegar tíu umferðir eru eftir en liðið tryggði sér meistaratitilinn í fyrra þegar sex leikir voru eftir. Bayern getur gert enn betur í ár og tryggt sér titilinn í 23. sinn í lok mánaðarins.
Úrslit dagsins:
Wolfsburg - Bayern 1-6
Gladbach - Augsburg 1-2
Schalke - Hoffenheim 4-0
Hamburg - Frankfurt 1-1
Hannover - Leverkusen 1-1
Stuttgart - Braunschweig 2-2
