Justin er ekki bara lunkinn í músíkinni heldur státar hann líka af leiklistarferli og hefur leikið í myndum á borð við The Social Network, Friends With Benefits og Inside Llewyn Davis.
Í tilefni þess að Justin er væntanlegur til landsins ákvað Vísir að rifja upp eitt gott atriði með honum og Jimmy Fallon þar sem þeir sýna áhorfendum hvernig Twitter-samtöl myndu hljóma í raunveruleikanum með viðeigandi kassmerkjum.