Tvöfalt hjá Kanada í skíðaati | Myndband 21. febrúar 2014 11:08 Marielle Thompson frá Kanada vann sigur í skíðaati kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en Kanadamenn fengu bæði gull og silfur. Fjórar skíðuðu til sigurs í úrslitum í dag og var Thompson í forystu nær allan tímann. Hún kom í mark á undan samlanda sínum Kelsey Serwa en Anna Holmlund frá Svíþjóð fékk bronsið. Sú fjórða sem keppti til úrslita, Ophélie David frá Frakklandi, gat orðið elsta konan til að vinna til verðlauna á Vetrarólympíuleikum. Hún missti aftur á móti jafnvægið um miðja braut og datt og þar með var sá draumur úr sögunni. Marielle Thompson vann silfur í skíðaati á heimsmeistaramótinu í skíðafimi sem haldið var í Moss í Noregi í fyrra og bætir nú Ólympíugulli í safnið. Skíðaat kvenna var síðasta greinin í skíðafimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lýkur á sunnudaginn og endaði Kanada sem sigursælasta þjóðin í þeim greinum sem falla undir skíðafimi. Kanada fékk níu verðlaun af þeim 30 sem í boði boru í skíðafimi í Sotsjí (4 gull, 4 silfur og 1 brons) en Bandaríkjamenn komu næstir með sjö verðlaun (3 gull, 2 silfur og 2 brons). Frakkar með fimm verðlaun (1 gull, 2 silfur og 2 brons) komu þar næstir.Marielle Thompson fagnar sigri.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 14 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fjórtándi keppnisdagur leikanna er í dag. 21. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Marielle Thompson frá Kanada vann sigur í skíðaati kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en Kanadamenn fengu bæði gull og silfur. Fjórar skíðuðu til sigurs í úrslitum í dag og var Thompson í forystu nær allan tímann. Hún kom í mark á undan samlanda sínum Kelsey Serwa en Anna Holmlund frá Svíþjóð fékk bronsið. Sú fjórða sem keppti til úrslita, Ophélie David frá Frakklandi, gat orðið elsta konan til að vinna til verðlauna á Vetrarólympíuleikum. Hún missti aftur á móti jafnvægið um miðja braut og datt og þar með var sá draumur úr sögunni. Marielle Thompson vann silfur í skíðaati á heimsmeistaramótinu í skíðafimi sem haldið var í Moss í Noregi í fyrra og bætir nú Ólympíugulli í safnið. Skíðaat kvenna var síðasta greinin í skíðafimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lýkur á sunnudaginn og endaði Kanada sem sigursælasta þjóðin í þeim greinum sem falla undir skíðafimi. Kanada fékk níu verðlaun af þeim 30 sem í boði boru í skíðafimi í Sotsjí (4 gull, 4 silfur og 1 brons) en Bandaríkjamenn komu næstir með sjö verðlaun (3 gull, 2 silfur og 2 brons). Frakkar með fimm verðlaun (1 gull, 2 silfur og 2 brons) komu þar næstir.Marielle Thompson fagnar sigri.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 14 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fjórtándi keppnisdagur leikanna er í dag. 21. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 14 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fjórtándi keppnisdagur leikanna er í dag. 21. febrúar 2014 09:00