„Það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. febrúar 2014 19:45 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni. Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni.
Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54
Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00
Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43
Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01
Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26