Meirihluti kjósenda allra flokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2014 12:41 Yfir 60 prósent kjósenda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitastjórnarkosningum í vor. Þetta kom fram í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki gefið afdráttarlaus svör hvort hann telji sig vera að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um aðra hluti en ESB. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni það vera meiri svik við kjósendur Sjálfstæðisflokksins að halda aðildarviðræðum áfram en að draga umsóknina til baka. „Skoðanakannanir sýna að minnihluti þjóðarinnar vill ganga inn í Evrópusambandið,“ sagði Bjarni. Fréttamaður benti Bjarna á að sömuleiðis vildi meirihluti landsmanna fá að greiða atkvæði um samninginn. „Það er flækjustig. Það er hluti þess vanda sem við höfum átt við á undanförnum árum.“ Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem framkvæmd var undir lok janúarmánaðar var eftirfarandi spurningar spurt.Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum næsta vor? Þegar horft er til kjósenda stjórnmálaflokka landsins sést að mikill meirihluti þeirra vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins vildu 65,3 prósent kjósenda flokksins fá þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitastjórnarkosningum. Björt framtíð 84,8% Framsóknarflokkur 68,9% Sjálfstæðisflokkur 65,3% Samfylkingin 80,8% Vinstri grænir 65,6% Píratar 83,9% Hringt var í 1.322 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 29. og 30. janúar. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Tengdar fréttir Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Fyrir kosningar bentu orð forvígismanna núverandi ríkisstjórnar til að vísa ætti ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið til þjóðarinnar. 25. febrúar 2014 07:30 Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00 Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð "Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. 25. febrúar 2014 11:39 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“ 25. febrúar 2014 08:40 Innantómt loforð um þjóðaratkvæði Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir 25. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Yfir 60 prósent kjósenda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitastjórnarkosningum í vor. Þetta kom fram í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki gefið afdráttarlaus svör hvort hann telji sig vera að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um aðra hluti en ESB. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni það vera meiri svik við kjósendur Sjálfstæðisflokksins að halda aðildarviðræðum áfram en að draga umsóknina til baka. „Skoðanakannanir sýna að minnihluti þjóðarinnar vill ganga inn í Evrópusambandið,“ sagði Bjarni. Fréttamaður benti Bjarna á að sömuleiðis vildi meirihluti landsmanna fá að greiða atkvæði um samninginn. „Það er flækjustig. Það er hluti þess vanda sem við höfum átt við á undanförnum árum.“ Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem framkvæmd var undir lok janúarmánaðar var eftirfarandi spurningar spurt.Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum næsta vor? Þegar horft er til kjósenda stjórnmálaflokka landsins sést að mikill meirihluti þeirra vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins vildu 65,3 prósent kjósenda flokksins fá þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitastjórnarkosningum. Björt framtíð 84,8% Framsóknarflokkur 68,9% Sjálfstæðisflokkur 65,3% Samfylkingin 80,8% Vinstri grænir 65,6% Píratar 83,9% Hringt var í 1.322 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 29. og 30. janúar. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Tengdar fréttir Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Fyrir kosningar bentu orð forvígismanna núverandi ríkisstjórnar til að vísa ætti ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið til þjóðarinnar. 25. febrúar 2014 07:30 Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00 Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð "Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. 25. febrúar 2014 11:39 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“ 25. febrúar 2014 08:40 Innantómt loforð um þjóðaratkvæði Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir 25. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Fyrir kosningar bentu orð forvígismanna núverandi ríkisstjórnar til að vísa ætti ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið til þjóðarinnar. 25. febrúar 2014 07:30
Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00
Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð "Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. 25. febrúar 2014 11:39
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00
Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“ 25. febrúar 2014 08:40
Innantómt loforð um þjóðaratkvæði Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir 25. febrúar 2014 07:30