Svissneska leiðin til sátta Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 25. febrúar 2014 13:29 VÍSIR/GVA Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst segir Evrópuumræðuna vera komna á það stig að hún sé að rífa þjóðina í sundur og við það verði ekki unað. Hann bendir á leið til sátta. „Mér sýnist málið í þeim hnút að nú þurfi að færa fram nýjar lausnir. Fyrir liggur hið augljósa fordæmi frá Sviss. Sú umsókn er enn á ís og því getum við auðveldlega farið sömu leið og þeir. Um leið komum við í veg fyrir aukin átök heima fyrir," segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir þjóðina varla mega við meiri misklíð. Og til sé þessi málamiðlun sem ætti að sætta alla aðila -- hafi menn áhuga á því. „Miðað við ástandið nú sýnist mér hyggilegast að fara svissnesku leiðina. Sviss hafði sótt um aðild að ESB eins og hin EFTA ríkin (utan Íslands) en þegar kjósendur þar höfnuðu EES -samningnum árið 1993 var umsókn þeirra að ESB sett á ís. Á þeim ís liggur sú umsókn enn. Formlega er Sviss umsóknarríki að ESB en pólitískt ekki á leiðinni þangað inn.“ Eiríkur segir að ef við færum svissnesku leiðina þá nái stjórnarflokkarnir fram því markmiði sínu að ekki verði haldið áfram á þeirra vakt en stjórnarandstæðingar því að umsóknin verður ekki afturkölluð með öllum þeim óþægilegum afleiðingum sem sú leið hefði í för með sér. „Um leið losnar Sjálfstæðisflokkurinn undan þjóðaratkvæðagreiðsukröfunni nú sem er um það bil að kjúfa flokkinn. Svissneska leiðin virðist því blasa við miðað við ástandið hér nú. Nú er bara spurning hvort menn hafi meiri áhuga á stríði heldur en friði.“ ESB-málið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst segir Evrópuumræðuna vera komna á það stig að hún sé að rífa þjóðina í sundur og við það verði ekki unað. Hann bendir á leið til sátta. „Mér sýnist málið í þeim hnút að nú þurfi að færa fram nýjar lausnir. Fyrir liggur hið augljósa fordæmi frá Sviss. Sú umsókn er enn á ís og því getum við auðveldlega farið sömu leið og þeir. Um leið komum við í veg fyrir aukin átök heima fyrir," segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir þjóðina varla mega við meiri misklíð. Og til sé þessi málamiðlun sem ætti að sætta alla aðila -- hafi menn áhuga á því. „Miðað við ástandið nú sýnist mér hyggilegast að fara svissnesku leiðina. Sviss hafði sótt um aðild að ESB eins og hin EFTA ríkin (utan Íslands) en þegar kjósendur þar höfnuðu EES -samningnum árið 1993 var umsókn þeirra að ESB sett á ís. Á þeim ís liggur sú umsókn enn. Formlega er Sviss umsóknarríki að ESB en pólitískt ekki á leiðinni þangað inn.“ Eiríkur segir að ef við færum svissnesku leiðina þá nái stjórnarflokkarnir fram því markmiði sínu að ekki verði haldið áfram á þeirra vakt en stjórnarandstæðingar því að umsóknin verður ekki afturkölluð með öllum þeim óþægilegum afleiðingum sem sú leið hefði í för með sér. „Um leið losnar Sjálfstæðisflokkurinn undan þjóðaratkvæðagreiðsukröfunni nú sem er um það bil að kjúfa flokkinn. Svissneska leiðin virðist því blasa við miðað við ástandið hér nú. Nú er bara spurning hvort menn hafi meiri áhuga á stríði heldur en friði.“
ESB-málið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira