Stjórnarandstöðu tekst að fresta umræðum um ESB tillögu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:40 Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra. ESB-málið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra.
ESB-málið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira