Vill ekki taka þátt í ESB leikriti Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:54 Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson. ESB-málið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ESB-málið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira