Stjórnarþingmenn fara frjálslega með staðreyndir í Evrópuumræðum 26. febrúar 2014 22:15 Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin. ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin.
ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00
„Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23
Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59