Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og tók myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá í syrpu hér að ofan.
Katrín var afar ósátt með að Bjarni skyldi leggja dagskrá Alþingis í pontu á meðan hún gagnrýndi að engin mál væru á dagskrá Alþingis.
Kallaði hún Bjarna „helvítis dóna“ og sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, flokksfélagi Katrínar, Bjarna um kvenfyrirlitningu. Bjarni sagðist einfaldlega hafa viljað sýna Katrínu að 25 mál væru á dagskrá þingsins.
Katrín bað þingheim síðar afsökunar á orðum sínum.
Myndir Valla hafa vakið verðskuldaða athygli og fóru víða á samfélagsmiðlum í gær. Katrín gerði eina myndina að forsíðumynd á Fésbókarsíðu sinni og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason lýsti því sem hann sá á sömu mynd.
Aðrir stigu eitt skref til viðbótar eins og sést að neðan.





Scary mynd. Þeir hafa bara ekki þroskann í þetta. Too young, too rich, much too male & too never having been anywhere pic.twitter.com/ragSrZKgkJ
— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 26, 2014