Línan samanstendur af toppum, ermalausum- stutterma- og langerma bolum og buxum í öllum síddum. Bæði er hægt að nota fatnaðinn sem innanundirfatnað eins og til dæmis hjólabuxurnar en einnig eru flíkurnar notaðar einar og sér þar sem engin lögmál gilda um litadýrð en skemmtilegt er að blanda saman mynstrum og litum.
Fatnaðurinn hentar allri íþróttaiðkun hvort sem um ræðir hlaup, crossfit eða yoga svo dæmi séu nefnd. Nike fékk að þessu sinni með sér í lið ungar íslenskar íþróttakonur til þess að vera andlit og ímynd línunnar.





